Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 31. maí 2016

14.07 2016 - Fimmtudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
31. maí 2016, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Hinrik Ingólfsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Höskuldur Haraldsson, Baldur Kjartansson, Teitur Helgason og Baldur H. Friðriksson.

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar til að taka fyrir erindi sveitarstjóra, dags. 30. maí 2016, og varðar breytingar á neðri hæð Sundabúðar. Verði tekið fyrir sem 6. mál. á dagskrá. Samhljóða samþykkt.

Dagskrá:

1.    mál: HB Grandi hf – Erindi Össurar Imsland og Karls Jóhanns Haagensen ASK ark. f.h. HB Granda hf., dags. 20. maí sl., er varðar breytingar á frystihúsi félagsins. Meðfylgjandi eru uppdrættir ASK arkitekta en unnið er að gerð aðaluppdrátta og munu þeir liggja fyrir fundi í tíma ásamt formlegri umsókn um byggingarleyfi. Einnig yfirlýsing um ábyrgð á mannvirkjagerð meðfylgjandi. Með bréfinu er tilkynnt um framkvæmdir á 2. hæð hússins.

Fyrir fundi lágu endanlegir uppdrættir ásamt umsókn og gátista.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfið .

2.    mál: Fagrihjalli 4 – Eigendur Fagrahjalla 4 óska eftir heimild til staðsetja á lóð sinni 7,5 m2 gróðurhús, sbr. erindi dags. 22. maí sl. Meðfylgjandi er samþykki næstu nágranna og myndir af vettvangi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða heimild til að staðsetja gróðurhúsið á lóð Fagrahjalla 4.

3.    mál: Sláturfélag Vopnfirðinga – Erindi framkvæmdastjóra, dags. 27. apríl sl., er varðar heimild til að geyma gærur milli Ásbryggju og björgunarhúss tímabundið í eitt ár.

Sláturfélagið hefur fest kaup á vöruskemmunni við Hafnarbyggð 1 og mun færa gærurnar þar inn um leið og skemman hefur verið losuð. Miðað er við upphaf næstu viku.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þá ráðstöfum. Samhljóða samþykkt.

4.    mál: Lónabraut 23 – Eigendur Lónabrautar 23 sækja um heimild til að koma fyrir 9 m2 smáhýsi á lóð sinni sem staðsett verður á baklóð, skv. erindi dags. 01. maí sl. Meðfylgjandi er undirrituð samþykkt nágranna ásam uppdráttum framleiðanda.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila smáhýsið sem er innan viðmiðunar sveitarfélagsins fyrir garðhýsi, 9 m2.

5.    mál: Tillaga að gróðursetningu ofan þéttbýlis – „Tangaskógur“ – Á fundi hreppsnefndar 26. maí sl. var samþykkt að senda skipulags- og umhverfisnefnd til umsagnar verkefnið „Tangaskógur“ sem unnið var af Einari Gunnarssyni árið 2001 og er meðfylgjandi ásamt „Tillögu að gróðursetningu fyrir ofan þorpið á Tanga“, unnin af Else Möller í maí 2016.

Skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á hugmyndir um gróðursetningu í bæjarlandinu. Verkið þarf að vanda og leggur nefndin til að það verði unnið í samvinnu við skipulagshönnuð og fagnefnd sveitarfélagsins. Samhljóða samþykkt.

6.    mál: Vopnafjarðarhreppur – Sundabúð. Erindi sveitarstjóra, dags. 30. maí 2016, þar sem óskað er eftir að nefndin taki til meðferðar teikningar er taka til breytinga á neðri hæð. Á fundi nefndarinnar 03. febrúar sl. lágu uppdrættirnir fyrir, þ.e. breytingar á húsnæði efri og neðri hæðar en þar sem bréf sveitarstjóra tiltók breytingar á efri hæð voru þær einungis samþykktar. Vísað til bókunar hér að lútandi. Er hér með óskað eftir að nefndin taki teikningar af breytingum neðri hæðar til meðferðar.

Starfsmaður gerði nánar grein fyrir málinu en svo sem segir að ofan lágu uppdrættirnir fyrir fundi 03. febrúar og gera það aftur nú og afgreiðslu hér með óskað.
    
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða þær breytingar sem búið er að gera á neðri hæð Sundabúðar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 13:25.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir