Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 26. ágúst 2016

26.09 2016 - Mánudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 26. ágúst 2016, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Baldur Kjartansson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir, Hinrik Ingólfsson, Höskuldur Haraldsson og Teitur Helgason.

 

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. mál: Vallarhús – Framlagðir uppdrættir Verkfræðistofunnar Eflu af fyrirhuguðu vallarhúsi við íþróttavöll Vopnafjarðar. Meðfylgjandi er umsögn HAUST, dags. 23.08.16. Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi uppdrætti af vallarhúsinu fyrir sitt leiti að teknu tilliti til athugasemda HAUST. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hönnun þess og hvetur til að verkinu verði hraðað svo sem kostur er.

 

2. mál: Landsskipulagsstefna 2015-2026 – Landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi 16.03. sl. Kveðið á um hana í lögum og felur í sér samræmda stefnu í skipulagsmálum ríkisins. Á fundi sveitarstjórnar 17. ágúst sl. var eftirfarandi samþykkt: „Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar sem tilnefni tengilið sveitarfélagsins við stofnunina“.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að skipa Magnús Má Þorvaldsson starfsmann byggingafulltrúa sem tengilið við Skipulagsstofnun.

 

3. mál: Strandblakvöllur – Á fundi sveitarstjórnar 17. ágúst sl. var málefni strandblakvallar til umræðu og málinu vísað áfram til skipulags- og umhverfisnefndar. Málefni vallarins var til umræðu í nefndinni 12.10.2015 og áður 28.08. s.á. Óskar sveitarstjórn umsagnar nefndarinnar. Meðfylgjandi eru gögn er lágu fyrir fundi hreppsnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að lokið verði við framkvæmdir á núverandi stað. Verkið verði unnið skv. bestu manna yfirsýn þar sem sjónarmiðum íbúa er mætt svo sem kostur er – og að ári verði staðan metin, þ.e. að afloknu sumri 2017.

 

4. mál: Leyfisgjöld sveitarfélagsins -  Drög að uppfærðri samþykkt fyrir gatnagerða-, byggingaleyfis- og þjónustugjöld Vopnafjarðarhrepps sem taka gildi 01.01.2017. Óskað er að nefndin taki drögin til umfjöllunar og samþykktar fyrir sitt leyti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að leyfisgjöldum sveitarfélagsins.

 

5. mál: Kolbeinsgata 28 – Klæðning á hús og sólpallur. Áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 10.11.2015 hvar framkvæmdin var samþykkt en meðfylgjandi eru frekari gögn frá eiganda.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur áður samþykkt framkvæmdina og telur viðbótargögn, sem veita frekari upplýsingar um verkið, einungis vera til bóta.

 

6. má: Hafnarbyggð 56 – Köld geymsla framan við núverandi hús að Hafnarbyggð 56 þar sem um árabil hefur staðið gámur – sem klæddur verður með samskonar klæðningu og húsið. Framlögð skissmynd eiganda og ljósmyndir.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila byggingu geymslunnar enda muni hún tryggja bætta ásýnd hússins og næsta nágrenni þess. Nefndin óskar eftir að húsið verði uppmælt og uppdráttum komið til byggingafulltrúa.

7. mál: ÁTVR Hafnarbyggð 4 – Meðfylgjandi uppdráttur Finns P. Fróðasonar innanh.ark. af hluta byggingar Hafnarbyggðar 4, sá hluti er málið varðar. Óskað er eftir hurðaskipta í tvö dyragöt, í stað rennihurða komi hliðarhengdar hurðir.

Skipulags- og umhverfisnend samþykkir samhljóða að heimila framkvæmdina.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún samhljóða samþykkt. Fundi slitið kl. 13.20.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir