Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 20. september 2018

27.09 2018 - Fimmtudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

20. september 2018, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Lárus Ármannsson, Höskuldur Haraldsson, Ingólfur Daði Jónsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir og Ingólfur Bragi Arason. Ragna Lind átti ekki kost á að mæta til fundar.

 

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson er ritaði fundargerð.

 

Við upphaf fundar óskaði formaður heimildar að taka inn eitt mál með afbrigðum til umsagnar er varðar framkvæmdir við Lónabraut 33. Samhljóða samþykkt að taka málið inn á dagskrá sem 4. mál.

 

 

Dagskrá:

 

1. mál: Sjóbúð 1/Gamli og strákarnir – Sótt er um byggingarleyfi fyrir frystigám við norðausturgafl húss. Fyrir liggja fullnaðaruppdrættir ásamt skráningartöflu. Áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 12. júní sl.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila bygginguna fyrir sitt leyti.

 

2. mál: Miðbraut 5 – Óskað er heimildar til gluggaskipta skv. erindi dags. 22.07.18. Ennfremur meðfylgjandi myndir er sýna hluta austurhliðar húss fyrir og eftir gluggaskipti.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða erindið fyrir sitt leyti.

 

3. mál: Vallarhús við Vopnafjarðarvöll – Framlagðir uppdrættir vallarhúss unnir af Yrki arkitektar. Lagt fram til kynningar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skoðuð verði minniháttar breyting á hönnun hússins og starfsmanni falið að koma á framfæri. Að öðru leyti til kynningar.

 

4. mál: Lónabraut 33 – Klæðning útveggja húss með bárujárni og panel skv. erindi eiganda dags. 19.09.18 og ljómsyndir af framkvæmdum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur á það áherslu að brýnt sé að húseigendur leiti upplýsinga til byggingafulltrúaembættisins áður en farið er í framkvæmdir sem kalla má meiriháttar eins og klæðningu húsa, gluggaskipti, byggingu sólpalla, staðsetningu garðhýsa o.fl. er málið kann að varða. Embætti byggingarfulltrúa starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt sveitarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa og þangað geta allir íbúar leitað með mál sín, stór sem smá.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 12:50.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir