Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 13. nóvember 2018

03.12 2018 - Mánudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

06. 13. nóvember 2018, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Höskuldur Haraldsson, Ingólfur Daði Jónsson og Sigríður Elva Konráðsdóttir.

 

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson er ritaði fundargerð.

 

Við upphaf fundar óskaði formaður heimildar að taka inn eitt mál með afbrigðum til meðferðar er varðar framkvæmdir við refahús á Refsstað. Samhljóða samþykkt að taka málið inn á dagskrá sem 5. mál.

 

Dagskrá:

 

1. mál: Vallarhús íþróttasvæði – Vopnafjarðarhreppur æskir byggingarleyfis, móttökustimplað 24.10.18, fyrir vallarhús á íþróttasvæði sveitarfélagsins. Fyrir liggja fullnaðaruppdrættir með afstöðumynd, byggingarlýsingu ásamt skráningartöflu. Uppdrættir hússins voru til kynningar á fundi nefndarinnar þann 20. september sl.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila bygginguna fyrir sitt leyti.

 

2. mál: Hvammsgerði – Óskað er heimildar til endurbóta á þaki eignarinnar, skv. erindi dags. 15.10.18. Meðfylgjandi eru uppdrættir, sneiðmyndir og ásýndir unnar af Stefáni Guðnasyni.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila endurbæturnar.

 

3. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðarbreyting á aðalskipulagi, tillögur á vinnslustigi. Greinargerð unnin af Yrki ark., umhverfisskýrsla unnin af EFLU og uppdrættir er málið varðar, þ.e. hafnarsvæði, efnistökusvæði, verndarsvæði í byggð, aðalstíga og fuglaskoðunarhús liggja til grundvallar. Er óskað eftir samþykkt nefndar með hugsanlegum breytingum á fyrirliggjandi tillögum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að tillögurnar verði auglýstar og kynntar.

 

4. mál: Deiliskipulag hafnarsvæðis - tillaga á vinnslustigi. Greinargerð unnin af Yrki ark., umhverfisskýrsla unnin af EFLU ásamt uppdrætti unninn af Yrki ark. liggja til grundvallar. Er óskað eftir samþykkt nefndar með hugsanlegum breytingum á fyrirliggjandi tillögu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst og kynnt.

 

5. mál: Refsstaður ehf. – Refsstaður sækir um heimild til að byggja reiðskemmu við refahús, byggt 1982, og þjóni sem hesthús. Fyrir fundi liggur erindi Skúla Þórðarsonar f.h. umsóknaraðila, dags. 12.11.18, einfaldur uppdráttur, ásýnd og snið í refahús og afstöðumynd. Fyrir næsta fund skipulagsnefndar munu liggja fyrir endanlegir uppdrættir. Sótt er um heimild til að hefja jarðvegsframkvæmdir og undirstöður húss.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila jarðvinnu en tekur erindið fyrir að nýju þegar fullnaðaruppdrættir liggja fyrir. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 12:42.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir