Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 21. janúar 2019

25.01 2019 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

21. janúar 2019, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Höskuldur Haraldsson, Ingólfur Daði Jónsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Lárus Ármannsson.

 

Dagskrá:

 

1. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – umsögn um verkefnalýsingu. Hjálögð er umsögn HAUST, dags. 11. janúar 2019, er varðar verkefnalýsingu unnin af Yrki arkitektum. Sökum breytinga á tölvukerfi stofnunarinnar er umsögnin seinkomin en í ljósi mikilvægis HAUST í tengslum við skipulagsvinnu liggur umsögnin fyrir til afgreiðslu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir við það athugasemd hversu seint umsögn HAUST er tilkomin en fyrir lágu tímamörk sem taka mið af deiliskipulagsferlinu. Á hinn bóginn telur nefndin brýnt að koma á framfæri þeim ábendingum sem fram koma í bréfi HAUST og tekur undir að sveitarfélagið sinni eftirlitsskyldu sinni viðvíkjandi uppbyggingu frístundahúsa á lögbýlum. Samhljóða samþykkt.

 

2. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðardeiliskipulag íþróttasvæðis. Hjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2018, skv. erindis skipulagsfulltrúa er barst stofnuninni 30. apríl sl. þar sem umsagnar var óskað. Er berðist velvirðingar á seinkomnu svari. Lagt fram til afgreiðslu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir við það athugasemd hversu seint umsögn Umhverfisstofnunar er tilkomin en fyrir lágu tímamörk sem taka mið af deiliskipulagsferlinu. Fyrir liggur skv. deiliskipulagstillögu að mið verði tekið af náttúru svæðisins við uppbyggingu þess. Þegar hefur átt sér stað röskun náttúrufyrirbæra sem þjóna almenna hagsmunum, þær gerðar af brýnni nauðsyn og grundvalla lögmæti íþróttavallarins. Samhljóða samþykkt.

 

3. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – deiliskipulag hafnarsvæðis. Hjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 10. janúar 2019, skv. erindi skipulagsfulltrúa er barst stofnuninni 21. nóvember sl. þar sem umsgnar var óskað. Lagt fram til afgreiðslu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið umsögn Umhverfisstofnunar og gerir samhljóða engar athugsemdir við.

 

4. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – umsögn vegna starfsleyfisvinnslu. Bréf HAUST, dags. 11. janúar 2019, er varðar umsögn um endurnýjað starfsleyfi fyrir Vopnafjarðarflugvöll. Er vísað til laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir skal atvinnustarfsemi vera í samræmi við skipulag viðkomandi sveitarfélags. Óskað er umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að gæti misskilnings í erindi HAUST vegna starfleyfis fyrir flugvöllinn. Það er ekki rétt að flugvöllurinn sé ekki inn á aðalskipulagi sveitarfélagsins, hann er sýndur á uppdrætti skipulagsins og þar að auki er honum gerð góð skil í alllöngum kafla í greinargerðinni. Er erindinu vísað til baka og óskað eftir því að fá nýtt erindi sem byggir á réttum upplýsingum. Samhljóða samþykkt.

 

5. mál: Kolbeinsgata 42 – fyrirspurn v/bílskúrs. Bréf Geirmundar Vikars Jónssonar, dags. 07. janúar sl., ásamt loftmynd með innfærðum 50 m2 bílskúr. Lagt fram til umsagnar. Í bréfi fyrirspyrjanda er vísað til tölvupóstssamskipta við starfsmann bygg.flltr.embætt. og skipulagsfulltrúa þar sem m.a. kemur fram að miðað við núverandi lóð rýmir hún 5 x 10 metra bílskúr. Er óskað staðfests svars skipulagsnefndar um heimild fyrir byggingunni gegn framlögðum endanlegum uppdráttum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur tekið fyrirspurnina fyrir og samþykkir undanþáguheimild í reglugerð um bílskúr á þeim stað sem loftmyndin gerir ráð fyrir. Grundvallast samþykktin á fyrirliggjandi aðaluppdráttum ásamt nágrannasamþykkt íbúa við Kolbeinsgöru no. 28, 37, 43 og 44. Erindið tekið fyrir að nýju þegar fullnaðaruppdrættir verða lagðir fyrir nefndina. Samhljóða samþykkt.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 12:50.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir