Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 05. febrúar 2019

08.02 2019 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

05. febrúar 2019, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Höskuldur Haraldsson, Ingólfur Daði Jónsson, Sveinn Daníel Sigurðsson og Lárus Ármannsson.

 

Dagskrá:

 

1. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – deiliskipulag fyrir miðsvæði Vopnafjarðar. Hjálögð er lýsing Yrki ark. fyrir nýtt deiliskipulag miðsvæðis en í desember 2017 samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að það skyldi gert. Tilgangur og markmið þess er að festa skilmála um verndun og uppbyggingu svæðisins, auka staðarvitund og styrkja miðbæinn sem miðkjarna. Lagt fram til afgeiðslu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða lýsinguna fyrir sitt leyti. Leggur nefndin áherslu á að verkefnin, deiliskipulag miðsvæðis og tillaga að verndarsvæði í byggð, verði unnin samhliða svo sem kostur er enda felist í því tímasparnaður og vinnuhagræðing.

 

2. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðarbeiðni um breytingu vegna Þverárvirkjunar. Hjálagt er bréf Mannvits með beiðni um breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps, dags. 19. desember 2018, vegna virkjunar í Þverá. Ennfremur tillaga að matsáætlun fyrir allt að 6 MW virkjun. Lagt fram til afgreiðslu.

 

Fram fór umræða um málið en en í ljósi umfangs verkefnisins var samhljóða samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og leita samráðs við Sigurð skipulagsfulltrúa, sem er í fríi þessa vikuna. Verður málið tekið fyrir á fundi að nýju í næstu viku, óskað verður eftir að Sigurður sitji þann fund.

 

3. mál: Kolbeinsgata 42 – fyrirspurn v/bílskúrs. Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar lá fyrir fyrirspurn Geirmundar Vikars Jónssonar um heimild fyrir byggingu bílskúrs á lóð Kolbeinsgötu 42. Bréfinu fylgdi málsett loftmynd. Á fundi hreppsnefndar 24. janúar sl. var óskað eftir að nefndin tæki málið fyrir að nýju vegna ónógra gagna.

 

Í ljósi afgreiðslu sveitarstjórnar á fundi hennar þ. 24. janúar sl. er rétt að halda því til haga að í öllum tilfellum er viðhaft samráð við Sigurð skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins. Bókanir skipulagsnefndar taka mið af sjónarmiðum hans og í tengslum við 5. mál í fundargerð nefndarinnar á fundi þ. 21. janúar sl. og er hér mál no. 3 lá fyrir umsögn Sigurðar og er orðrétt:

 

Varðandi erindið um bílskúrinn tel ég ekki rétt að falla frá grenndarkynningu, mér finnst hins vegar sjálfsagt að hann fái leyfi til að nýta sér undanþáguheimild í reglugerð og fái sjálfur nágranna til að skrifa upp á uppdráttinn. Þið þurfið að skilgreina hverja hann á að tala við. Oft hefur verið farin sú leið að láta alla íbúa götunnar skrifa upp á en það er kannski óþarfi í þessu tilviki þar sem gatan er löng, þið metið þetta bara. Það þarf bara að gæta þess að hann þarf að láta skrifa upp á fullgerðan aðaluppdrátt.

 

Bókun nefndar 21.01.19:

 

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur tekið fyrirspurnina fyrir og samþykkir undanþáguheimild í reglugerð um bílskúr á þeim stað sem loftmyndin gerir ráð fyrir. Grundvallast samþykktin á fyrirliggjandi aðaluppdráttum ásamt nágrannasamþykkt íbúa við Kolbeinsgöru no. 28, 37, 43 og 44. Erindið tekið fyrir að nýju þegar fullnaðaruppdrættir verða lagðir fyrir nefndina. Samhljóða samþykkt.

 

Að öðru leyti vill nefndin vekja athygli á að erindið, sem er fyrirspurn, er vandað, bréfið upplýsandi og loftmyndin ígildi afstöðumyndar með málsetningum og innfærðum bílskúrsreit. Óski sveitarstjórn eftir að framvegis fylgi öll meðgögn skipulagsnefndar gögnum hennar er sjálfsagt að verða við því.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 13:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir