Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 13. febrúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 13. febrúar 2019, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Höskuldur Haraldsson, Jón Ragnar Helgason, Þórður Björnsson, Lárus Ármannsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson. Björn sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

 

Einnig mættir: Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi og Magnús Már Þorvaldsson er ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – beiðni um breytingu vegna Þverárvirkjunar. Fyrir fundi liggur eitt mál er varðar áform um virkjun Þverár og var til umfjöllunar á fundi skipulagsog umhverfisnefndar þ. 05. febrúar sl. Var samhljóða samþykkt að fresta afgreiðslu málsins, leitað skyldi samráðs við Sigurð skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins á fundi er málið varðar. Í framhaldi af þessum fundi mun nefndin ásamt Sigurði sitja fund með fulltrúum Þverárdals ehf.

 

Kynnti Sigurður málið nánar og lagði út frá umsögn Skipulagsstofnunar um frummatsskýrslu framkvæmdaaðila en þar eru gerðar ýmsar athugasemdir. Fram fór umræða um málið í framhaldi af kynningu Sigurðar og er bókað:

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki tímabært að taka afstöðu til málsins að svo komnu máli, til þess er of mörgum spurnigum ósvarað. Þannig vill nefndin fá upplýst hvernig framkvæmdaaðili hyggst bregðast við athugsemdum Skipulagsstofnunar. Í umsögn Skipulagsstofnunar, Ákvörðun um matsáætlun, dags. 25. október 2018, segir í niðurstöðu:

 

1. Í frummatsskýrslu þarf að afmarka efnistökusvæði, gera grein fyrir heildarefnisþörf og hámarki efnis sem fyrirhugað er að taka á hverjum efnistökustað. Tilgreina þarf hvers konar jarðmyndanir verði nýttar til efnistöku. Gera þarf grein fyrir ef þörf er á haugsetningu efnis staðsetningu hennar og efnismagns sem þarf að haugsetja auk þess sem gera þarf grein fyrir frágangi hvers efnistökusvæðis að loknum framkvæmdum.

 

2. Í frummatsskýrslu þarf að gera ítarlega grein fyrir framangreindum valkostum sem og öðrum valkostum sem skoðaðir voru og hugsanlegum umhverfisáhrifum þeirra og rökstyðja hvers vegna aðrir kostir voru ekki metnir raunhæfir eða uppfylltu ekki markmið framkvæmdarinnar og eru því ekki lagðir fram til mats á umhverfisáhrifum.

 

3. Í frummatsskýrslu þarf að gera ítarlega grein fyrir hver hugsanleg áhrif á Hofsá verða ef uppeldisstöðvar í Þverá raskast og hver áhrif á lax í Hofsá og lit Hofsá frá framburði. Einnig þarf að sýna niðurstöður frá rannsóknum um vistgerðir, kortlagningu gróðurs, rennslismælingar og áhrif skerðingar rennslis á ásýnd og lífríki svæðisins og lífríki neðanstraums frá stöðvarhús þegar viðkemur uppeldissvæðum laxaseiða. Í frummatsskýrslu 2 verður að greina frá þeim aðgerðum sem framkvæmdaraðili hyggst beita til að lágmarka neikvæð áhrif á líf- og vistkerfi Þverá og Hofsá. Bæði með tilhögun framkvæmda sem og tímasetningu þeirra.

 

4. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir legu jarðstrengs frá stöðvarhúsi að tengivirki við flutningskerfi raforku. Gera þarf grein fyrir áhrifum jarðstrengsins á umhverfið með sambærilegum hætti og annarra hluta framkvæmdanna. 5. Í frummatsskýrslu þarf að leggja fram áætlun um vöktun umhverfisáhrifa eftir að framkvæmdum er lokið og starfsemin er komin í rekstur, eftir því sem við á.

Fyrir fundi lá ennfremur bréf Mannvits f.h. Þverárdals ehf. til skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2018, beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Óskar skipulags- og umhverfisnefnd eftir að nýrri tímaáætlun framkvæmdaaðila og nánari upplýsingum um málið. Einn fulltrúi sat hjá við bókanir nefndar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 13:35.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir