Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar m. flltr. Þverárdals 13. febrúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar m/flltr. Þverárdals ehf. 13. febrúar 2019, haldinn í Miklagarði kl. 14:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Höskuldur Haraldsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Lárus Ármannsson, Íris Grímsdóttir, Stefán Grímur Rafnsson, Þórður Björnsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir og Sigríður Bragadóttir.

 

Einnig mættir Skírnir Sigurbjörnsson frá Arctic Hydro, Haukur Einarsson frá Mannviti, Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi og Magnús Már Þorvaldsson, sem tók neðangreint saman.

 

Dagskrá:

 

 1. mál: Aðalskipulag Vopnafjarðar – beiðni um breytingu vegna Þverárvirkjunar. Fundað með fulltrúm Þverárdals ehf. og Sigurði skipulagsfulltrúa en til fundarins er sérstaklega boðað til að upplýsa fulltrúa í skipulags- og umhverfisnefnd um verkefnið.

 

Formaður opnaði fund, bauð fundarmenn velkomna og þá einkum fulltrúa Þverárdals ehf. og bauð þeim að hefja kynningu sína. Í stuttu máli kom þetta fram – af glærum þeirra:

 

Inntakslón – 1,4 ha (2 fótboltavellir)

Hefðbundin jarðvegsstífla, 18 m

 

Niðurgrafin þrýstipípa og vegur meðfram

Þvermál þrýstipípu um 1,2-1,3 m

Lengd þrýstipípu um 5,5 km

Stöðvarhús

Flatarmál áætlað um 170 m²

Virkjað rennsli 3,6 m³/s

Brúttó fallhæð um 205 m

Uppsett afl allt að 6,0 MW

Orkugeta 32-38 GWh (6-7 þús. heimili/rafbílar)

 

Varaaflstöðin á Vopnafirði

Vélbúnaður 5 stk 1,2 MW vélar

Orkugjafi Dísilolía

Notkun á tímabilinu 01.2015 – 08.2018 243.000 l (183 l/dag)

CO2 losun 156.000 kg ( 43.000 kg/ári)

Meðallosun íslenskra heimila 4.000 kg/ári

Virkjun gæti minnkað rekstur varaaflstöðvar um tæp 60%

 

Mat á umhverfisáhrifum – Tímaáætlun – skýrslur

 • § Tillaga að matsáætlun Október 2018
 • § Frummatsskýrsla Febrúar 2019
 • § Matsskýrsla Apríl 2019

Helstu umhverfisþættir

 • • Ásýnd
 • • Gróður
 • • Fuglar
 • • Vatnalíf
 • • Jarðfræði og jarðmyndanir
 • • Fornleifar
 • • Samfélag

 

Helstu leyfi

 • • Virkjunarleyfi
 • • Framkvæmdaleyfi
 • • Byggingarleyfi
 • • Starfsleyfi
 • • Leyfi Fiskistofu

 

Öll leyfi byggja á því að framkvæmd sé í samræmi við skipulag

 • • Breyta þarf Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026.
 • • Vinna þarf deiliskipulag virkjunar.

 

Umsögn Vopnafjarðahrepps um tillögu að matsáætlun

 • • Áhrif á Hofsá ef uppeldisstöðvum er raskað?
 • • Áhrif framburðar af röskuðum svæðum og eftir að þeim lýkur?

 

 • o Litur o Búsetuskilyrði laxins
 • o Lífríkið í ánni
 • o o.s.frv.
 • • Hversu lengi lita óhreinindi vegna rofs af röskuðum svæðum við Þverá, Hofsá í langan tíma?
 • • Hver eru áhrif skolunar um botnrás á Hofsá?
 • • Er hægt að nýta framburð annars staðar sem jarðvegsbætandi eða á umhverfisvænan hátt?

Vatnalíf – helstu áhrif

 • • Frumframleiðsla er lítil
 • • Þéttleiki hryggleysingja er lítill
 • • Fánan er einsleit
 • • Áin er næringarefnafátæk
 • • Einungis bleikjuseiði með lítinn þéttleika veiddust – bendir til hrjóstrugra aðstæðna

 

Síðan fór fram upplýsandi samtal þar sem þeir Skírnir og Haukur svöruðu framkomum fyrirspurnum. Ferlið er hafið en langt í frá lokið. Síðan sleit formaður fundi kl. 15.15.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir