Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 14.janúar 2020

28.01 2020 - Þriðjudagur


Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
14. Janúar 2020, haldinn í Hamrahlíð 15 kl. 10:00

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Sveinn Daníel Sigurðsson, Lárus Ármannsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Ingólfur Arason.

Einnig sátu fundinn Þór Steinarsson, sveitarstjóri, er ritaði fundargerð, Gunnar Ágústsson skipulagsráðgjafi og Sigurður Jónsson byggingafulltrúi í gegnum fjarfundarbúnað.

Dagskrá:

1. Allt að 6 MW virkjun í Þverá í Vopnafirði – ályktun frá Skipulagsstofnun
a. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að ráðast í aðalskipulagsbreytingar vegna umsóknar Þverárdals ehf vegna 6 MW virkjunar í Þverá í Vopnafirði. Samþykkt samhljóða.
2. Hvammsgerði 1 – endurbætur á gluggum
a. Óskað er eftir leyfi til endurbóta á gluggum. Nýjir gluggar eru með sama útliti og fyrri gluggar en úr öðru efni. Um er að ræða plastglugga með þreföldu gleri. Samþykkt samhljóða.
3. Sameining jarðanna Leiðarhöfn 1 og Leiðarhöfn 2
a. Nefndin samþykkir samhljóða sameiningu jarðanna.
4. Vallholt 6 – bygging sólstofu
a. Óskað er eftir heimild til byggingar sólstofu við Vallholt 6. Fyrir liggja teikningar af byggingunni og grunnmynd. Nefndin óskar eftir að lögð verði fram afstöðumynd og hún og framkvæmdin í heild sinni lögð fram til samþykkis íbúa í götunni. Einnig er óskað eftir umsögn eldvarnareftirlitsins. Samþykkt samhljóða.
5. Safnaðarheimili við Hofskirkju
a. Lögð fram til kynningar uppfærð teikning og afstöðumynd á safnaðarheimili við Hofskirkju.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún borin upp til samþykktarm hún samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 11:07
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir