Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 2.mars 2020

06.03 2020 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

  1. mars 2020, haldinn í Hamrahlíð 15 kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Borghildur Sverrisdóttir, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Lárus Ármannsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir og Ingólfur Daði Jónsson.

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, skrifstofustjóri, er ritaði fundargerð og Sigurður Jónsson byggingafulltrúi í gegnum fjarfundarbúnað.

 

Í upphafi var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu, „Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs að Hámundarstöðum 5“. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

  1. Framkvæmdir á Ytri Hlíð

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum varðandi staðsetningu, stærð og lýsingu á fyrirhuguðu húsi, fyrirhugaðri legu og uppbyggingu á nýjum vegi og efnistöku vegna hans. Upplýsingar um vatnsveitu, fráveitu, legu rafstrengja og annarra lagna. Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða.

  1. Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingar, Þverárvirkjun og Vopnafjarðarlína

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

  1. Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs að Hámundarstöðum 5

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við niðurrifið. Starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins er í vinnslu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið, áskilið er að niðurrifið fari fram samkvæmt starfsleyfi Heilbgrigðiseftirlitsins. Samþykkt samhljóða.

 

Önnur mál:

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun varðandi breytingu á aðalskipulagi

Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 12:51.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir