Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 15.maí 2020

17.05 2020 - Sunnudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps

  1. maí 2020, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00

 

Mætt til fundar: Axel Örn Sveinbjörnsson, Höskuldur Haraldsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Lárus Ármannsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Ingólfur Bragi Arason og Ingólfur Daði Jónsson.

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, starfandi sveitarstjóri, er ritaði fundargerð, Sigurður Jónsson byggingafulltrúi og Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgjafi frá Yrki í gegnum fjarfundarbúnað.

 

Dagskrá:

  1. Breytingartillaga á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og jarðstrengs yfir Hellisheiði

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt þegar deiliskipulagið liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.

  1. Drög að umsókn um greiðslur úr skipulagssjóði vegna endurskoðunar aðalskipulags

Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi umsókn um greiðslur úr Skipulagssjóði verði send inn. Samþykkt samhljóða.

  1. Drög að verk- og kostnaðaráætlun fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags

Lagt fram til kynningar. Vísað til sveitarstjórnar.

  1. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

  1. Lagfæring á þrepi fyrir laxateljara í Vesturdalsá í Vopnafirði

Lagt fram til kynningar.

  1. Beiðni Einherja varðandi gamla vallarhúsið og gáminn

Beiðnin er ekki í samræmi við deiliskipulag og því er ekki hægt að samþykkja beiðnina eins og hún er lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á reiti fyrir áhaldageymslu sem eru á deiliskipulagi.

  1. Plokkdagur og varðeldur í Fugabjargarnesi

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í málið og verður tími og dagsetning ákveðin í samvinnu við tengda aðila.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:00.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir