Fundur bygginganefndar 09.07.2008

09.07 2008 - Miðvikudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
09. júlí 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Baldur Kjartansson, Bárður Jónasson, Bjarki Björgólfsson, Ingólfur Arason og Sigurður Björnsson.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.


1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 29. júní sl. lögð fram.
Ingólfur gerði grein fyrir afstöðu sinni við 7. lið í fundargerð, hún síðan samþykkt samhljóða.

2. mál: Framkvæmdaleyfi til endurbyggingar brúar yfir Fossá , innan Borga, skv. meðfylgjandi teikningum Vífils Oddsonar, dags. í júlí 2008.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu brúar yfir Fossá og felur byggingafulltrúa að ganga frá málinu.

3. mál: Rarik, byggingarleyfi vegna húss við Búðaröxl, skv. meðfylgjandi teikningum Teiknistofunnar Suðurlandsbraut.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindi Rarik og felur byggingafulltrúa að ganga frá málinu þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:40.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir