Fundur bygginganefndar 14.08.2008

14.08 2008 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
14. ágúst 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Bárður Jónasson, Bjarki Björgólfsson, Jóhann L. Einarsson, Ari Hallgrímsson, Baldur H. Friðriksson og Ingólfur Arason.

Einnig mættir: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð, og Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri.

Varaformaður, er stýrði fundi, óskaði eftir í upphafi fundar að fá heimild til að taka fyrir erindi Rarik, sem felst í að fyrirhuguð samþykkt bygging verði færð um 2 m. til austurs og 4 m. til norðurs v/aðstæðna á klöpp. Samþykkt að taka erindið fyrir – og erindi Rarik samþykkt síðan samhljóða.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 09. júlí sl. lögð fram.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. mál: Veiðihús við Selá – Bygginganefndarteikningar með byggingarlýsingu unnar af hönnuðum Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 31. júlí 2007, lagðar fram, endurbættar. Ennfremur umsögn Gunnars H. Kristjánssonar, bygginga- og brunaverkfræðings, dags. 08.07.08. Áður lagt fyrir nefndina þann 09. júlí sl. Óskað er heimildar til framkvæmda.

Gerð var nánari grein fyrir málinu af Magnúsi Má, sem áður hefur verið tekið til umræðu í nefndinni.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að ganga frá málinu þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Rétt þykir að minna á að vatnspósti verði fyrir komið, á uppdrætti, í nágrenni byggingarinnar svo sem segir í lýsingu um brunavarnir.
Samþykkt samhljóða.

3. mál: Olíudreifing ehf. – Nýjar löndunar- og afgreiðslulagnir fyrir eldsneyti og lýsi. Fyrirtækið sækir um ásamt HB Granda um framkvæmdaleyfi vegna afgreiðslu – og löndunarlagna, sbr. bréf dags. 05.08.08 og uppdrætti sama dag, unnir af GKS.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindi Olíudreifingar ehf. fyrir sitt leyti og vísar áfram til hafnarnefndar til endanlegrar afgreiðslu. Byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi í framhaldi af afgreiðslu hafnarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
4. mál. HB Grandi hf. – Óskað er heimildar til að reisa mjöl- og löndunarkrana við viðlegukant sunnan frystigeymslu fyrirtækisins, sbr. bréf Vilhjálms Vilhjálmssonar, dags. 10. júlí 2008. Framlagðir uppdrættir VST hf., dags. í júní 2008.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindi HB Granda hf. fyrir sitt leyti og vísar áfram til hafnarnefndar til endanlegrar afgreiðslu. Byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi í framhaldi af afgreiðslu hafnarnefndar.
Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12.45.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir