Fundur bygginganefndar 15.09.2008

15.09 2008 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
15. september 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson, Ari Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson og Baldur H. Friðriksson.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri, Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð, og Halldór Jóhannsson, skipulagshönnuður.

*Formaður óskaði eftir heimild til að tekið yrði fyrir erindi Og Fjarskipta ehf. varðandi tækjaskýlis á Andrésarkletti, dags. 12. september 2008, undirritað af Gauti Þorsteinssyni, sem 4ða mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Ennfremur að tekið yrði fyrir vegagerð milli Borga, Fossár, og Gnýstaða sem síðasti liður á dagskrá fundar. Samþykkt samhljóða.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 14. ágúst sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Fjarskiptastöð í landi Bustarfells – Erindi Og fjarskipti ehf., dags. 02. sept. 2008, vegna uppbyggingar fjarskiptastöðvar á Fossheiði og varðar heimild til að reisa 6 m2 tækjaskýli og 20 m. mastur. Auk erindis fyrirtækisins fylgja uppdrættir og loftmynd hér að lútandi og umboð landeigenda.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindi Og Fjarskipta ehf.

3. mál: Fjarskiptastöð í landi Böðvarsdals – Erindi Og fjarskipti ehf., dags. 02. sept. 2008, vegna uppbyggingar fjarskiptastöðvar á Seldalsfjalli og varðar heimild til að reisa 6 m2 tækjaskýli og 15 m. mastur. Auk erindis fyrirtækisins fylgja uppdrættir og loftmynd hér að lútandi.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindi Og Fjarskipta ehf.

4. mál: Tækjaskýli á Andrésarkletti – Erindi Og Fjarskipta ehf., dags. 12. september 2008, vegna endurbyggingar tækjaskýlis á Andrésarkletti. Auk erindis eru uppdrættir af skýlinu með byggingarlýsingu og loftmynd.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindi Og Fjarskipta ehf.

5. mál: Kolbeinsgata 42 – Óskað er heimildar til að reisa viðbyggingu á norðurgafl íbúðarhússins að Kolbeinsgötu 42, sbr. erindi dags. 10. sept. 2008, og teikningar, dags. 09. sept. 2008.

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið erindið fyrir og samþykkir samhljóða.


6. mál: Veiðihúsið Sunnudal – Óskað er heimildar til að reisa geymsluhús við veiðihúsið í Sunnudal skv. uppdráttum Haraldar S. Árnasonar, dags. 18. ágúst 2008. Byggingin úr samskonar byggingarefni og veiðihúsið, sem samþykkt var í skipulags- og bygginganefnd 27. maí 2005.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða byggingu geymsluhússins.

7. mál: Aðalskipulagstillaga, athugasemdir – Ari Sigurjónsson gerir athugasemdir í 4 liðum við aðalskipulagstillögu Vopnafjarðarhrepps, sbr. bréf Ara dags. 21. 07. 2008. Bréf sveitarstjóra, dags. 01. 09. 2008, og tillaga að svari hreppsnefndar.

Sveitarstjóri gerði nánari grein fyrir málinu og vísaði því síðan til Halldórs, er fór í gegnum ferlið og las tillögu að svari sveitarstjórnar.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti tillögu að svari og leggur til að aðalskipulagið verði sent hlutaðeigandi aðilum – Skipulagsstofnun til afgreiðslu og Umhverfisstofnun til samþykktar – til afgreiðslu..


8. mál: Tillaga að matsáætlun – Framlögð tillaga að matsáætlun viðvíkjandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna lagningu nýs vegar um Vopnafjörð. Áætlunin unnin af Teikn á lofti á Akureyri. Lagt fram til kynningar.

Halldór kynnti matsáætlunina síðan fyrir nefndarulltrúum - fór í gegnum ferli hennar. Var að öðru leyti lögð fram til kynningar.

9. mál: Vegur á milli Borga og Gnýstaða – Tekið fyrir að ósk formanns vegaframkvæmdir á milli Borga og Gnýstaða en skipulags- og bygginganefnd hefur ekki heimilað framkvæmdirnar, sbr. afgreiðslu funda nefndarinnar 21. júní 2007 og 15. ágúst s. á. Framlagðar ljósmyndir er teknar voru við skoðun starfsmanna sveitarfélagsins þann 11. september sl.

Formaður kynnti málið nánar, lagði fram gögn varðandi afgreiðslu nefndarinnar ásamt loftmynd af svæðinu þar sem vegslóðinn er færður inn skematíst.

Gerði sveitarstjóri fyrir samtali hans og Jóhannesar Kristinssonar í morgun þar sem málin voru rædd og honum (Jóhannesi) tilkynnt að verk yrði stöðvað meðan beðið yrði frekari gagna. Frá sveitarfélaginu fer formlegt erindi hér að lútandi.

Sveitastjóra og formanni falið að vinna að úrlausn málsins með framkvæmdaaðila og upplýsi skipulags- og bygginganefnd um framgang málsins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:55.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir