Fundur bygginganefndar 06.11.2008

06.11 2008 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
06. nóvember 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Guðrún Stefánsdóttir, Jóhann L. Einarsson, Ari G. Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson og Ingólfur Arason.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.


1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 02. október sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Hafnar- og miðsvæði, deiliskipulag – Bréf Skipulagsstofnunar með athugasemdum, dags. 28. október 2008, lagt fram.

Framlögð ný greinargerð og svör við athugasemdum, unnin af skipulagshönnuði ásamt endurunnum uppdrætti deiliskipulags svæðisins, dags. 06.11.2008.

Sveitarstjóri gerði nánari grein fyrir málinu en endurunna greinargerð og svör við ath.semdum höfðu nefndarmenn ekki áður séð. Deiliskipulagið í tvígang kynnt á borgarafundum í sveitarfélaginu. Málefnið þannig vel þekkt/kynnt áður.

Síðan fór fram nokkur umræða og í framhaldi lögð fram drög að svörum til Skipulagsstofnunar vegna bréfs nefndarinnar. Svofelld tillaga var samþykkt samhljóða:

„Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá nýrri auglýsingu á deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis, dags. 06. nóv. sl., sem unnið hefur verið á grundvelli nýrra og betri gagna frá HB Granda og ábendingar frá Skipulagsstofnun. Auglýsing þessi kallar á að tími til gerðar athugasemda verður lengdur“.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:45.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir