Fundur bygginganefndar 02.12.2008

02.12 2008 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
01. desember 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson, Ari G. Hallgrímsson, Baldur H. Friðriksson og Þorsteinn Halldórsson.

Einnig mættir: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst. sl.l.stj., og Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, er ritaði fundargerð.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 06. nóvember sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Ketilhús HB Granda – Umsókn um heimild til að hefja framkvæmdir við nýtt ketilhús HB Granda, sem er 1. áfangi fyrirhugaðrar mjölverksmiðju, sbr. bréf Gunnars Pálssonar, dags. 27. nóvember 2008. Ennfremur er óskað heimildar að flytja núverandi starfsmannahús en reiknað er með að húsið muni síðar hverfa af vettvangi.

Fjallað var um erindi Héðins h.f., f. h. HB Granda h.f., þar sem sótt er um leyfi til að hefja framkvæmdir við ketilhús skv. meðfylgjandi teikningum.

„Bygginganefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkir að heimila HB Granda að hefja framkvæmdir við ketilhús, samanber umsókn þeirra, dags. 27. nóv. sl. Þ. e. jarðvegsframkvæmdir við ketilhús; gerð sökkla ketilhúss; leyfi til að hefja uppslátt fyrir steyptum veggjum ketilhúss. Jafnframt samþykkir nefndin færslu á lausu aðstöðuhúsi eins og óskað er.

Framkvæmdaaðili gerir sér fulla grein fyrir því og tekur á sig ábyrgð gagnvart því að deiliskipulagstillaga af svæðinu er í auglýsingaferli og hefur ekki hlotið endanlega staðfestingu enn.

Endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdina í heild verður ekki gefið út fyrr en deiliskipulagstillagan hefur verið staðfest, en ráðgert er að það gerist í janúar 2009“.

3. mál: Háholt 3 – Þórður Helgason óskar heimildar til að stækka dyragat á suðausturhlið hússins vegna tilfærslu á bílalyftu. Meðfylgjandi hluti uppdrátta með innfærðri breytingu á útlit og grunnmynd, dags. 28. 11. 2008.

Bygginganefnd samþykkir erindi Ljósalands ehf. frá 28. nóvember sl. Nefndin bendir á grein 111.17 í byggingareglugerð varðandi útgönguleiðir. Skv. henni þarf að vera flóttaleið út úr rýminu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir