Fundur bygginganefndar 15.12.2008

15.12 2008 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
15. desember 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson, Bjarki Björnsson, Baldur H. Friðriksson, Ari G. Hallgrímsson og Þorsteinn Halldórsson.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 02. desember sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Norðausturvegur til Vopnafjarðar – Óskað er umsagnar skipulags- og bygginganefndar við breytingu á efnistöku, sbr. bréf Þórodds F. Þóroddssonar, f. h. Skipulagsstofnunar, dags. 28. nóvember 2008.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:

Skipulags- og bygginganefnd Vopnafjarðarhrepps hefur farið yfir erindi Skipulagsstofnunar frá 28. nóvember sl. varðandi breytingar á efnistöku vegna 2. áfanga Norðausturvegar, frá Bugðuflóa niður til Vopnafjarðar.

Að yfirferð lokinni telur nefndin að þessi breyting á framkvæmdinni þurfi ekki að fara sérstaklega í umhverfismat. Nefndin telur að heildaráhrif þessarar breytingar verði til bóta fyrir framkvæmdina í heild m. t. t. umhverfisáhrifa.

Nefndin gerir sérstaka kröfu um að þegar efnisnámi verður lokið muni framkvæmdaaðili, Vegagerðin, ganga vel frá efnisnámunum.

Ennfremur er áskilið samráð við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun um námuvinnsluna. Þá skal og haft samráð við Fiskistofu og Veiðifélag Vesturdalsár um efnisflutninga yfir ána úr Torfastaðanámum.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir