Fundur bygginganefndar 29.02.2008

29.02 2008 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
29. febrúar 2008, haldinn á Hótel Tanga kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson, Ari Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson og Sigurður Björnsson.

Einnig mættir: Gunnar H. Jóhannesson frá Vegagerðinni, Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð. Einar Víglundsson sat auk heldur fundinn undir 4. lið, Norðausturvegur.

*Formaður leitaði heimildar til breytinga á dagskrá fundar, að 4. mál yrði tekið fyrir sem 1. mál og var það samþykkt. Að svo búnu gaf hann Gunnari síðan orðið, sbr. neðan.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 24. janúar sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.


2. mál: Lónabraut 18 – Bréf Ingólfs Sveinssonar, dags. 20. febrúar 2008, þar sem hann óskar heimildar til að reisa sólskála við hús sitt. Áður framlagðir uppdrættir á fundi skipulags- og bygginganefndar þann 22. janúar sl. samþykktir.

Skipulags- og bygginganefnd hefur þegar samþykkt erindið en hér með móttekið bréf/byggingarlýsingu sem óskað var eftir.


3. mál: Hellisfjörubakkar – Hjalti Jörgensson, f. h. eiganda Hellisfjörubakka, óskar heimildar til að rífa og urða útihúsin á bænum skv. bréfi dags. 20. febrúar 2008.

Skipulags- og bygginganefnd heimilar niðurrif húsanna en vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlitsins viðvíkjandi útfærslu urðun húsanna..

4. Norðausturvegur til Vopnafjarðar – Fulltrúi Vegagerðar, Gunnar H. Jóhannesson, gerir grein fyrir breytingum á veglínum. Meðfylgjandi bréf Vegagerðar, dags. 11. febrúar 2008, til Skipulagsstofnunar og bréf hennar til Vopnafjarðarhrepps, dags. 19. febrúar 2008.

Gerði Gunnar fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á veglínu að viðhöfðu samráði við landeigendur en markmið Vegagerðar frá upphafi hefur verið að vinna náið með heimamönnum. Svaraði Gunnar jafnframt fyrirspurnum framkomnum. Ennfremur gerði Gunnar grein fyrir framhaldi verksins.

Skipulags- og bygginganefnd hefur farið ítarlega yfir breytingar þær sem til umræðu eru. Nefndin telur að um minniháttar breytingar sé að ræða – þær flestar til bóta og hafi í heild sinni takmörkuð umhverfisáhrif.

Af þessum sökum telur nefndin að þessar breytingar þurfi ekki að fara í umhverfismat.
Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.50Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir