Fundur bygginganefndar 29.04.2008

29.04 2008 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
29. apríl 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Baldur Kjartansson, Bárður Jónasson, Ari G. Hallgrímsson, Baldur H. Friðriksson og Þorsteinn Halldórsson.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.


1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 29. febrúar sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Innkeyrsla í þéttbýli Vopnafjarðar – Tillaga að nýrri innkeyrslu í þéttbýli Vopnafjarðar, sbr. meðfylgjandi kort Teikn á lofti.

Gerði sveitarstjóri grein fyrir málinu.

Skipulags- og bygginganefnd mælir með þessari tillögu fyrir sitt leyti enda verði hugað að verndun skóglendis svo sem kostur er. Felur nefndin Vegagerð ásamt Teikn á lofti að fullvinna hugmyndina. Verði hún síðan send í umhverfismat og kemur til endanlegrar afgreiðslu í nefndinni að matinu fengnu.

3. mál: Vopnafjarðarhöfn – Tillaga að akstursleið um nýja höfn, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.

Gerði formaður nánar grein fyrir málinu.

Skipulags- og bygginganefnd lýsir sig samþykka framkominni akstursleið og felur skipulagshönnuði að vinna að endanlegu deiliskipulagi svæðisins og komi til endanlegrar afgreiðslu að þeirri vinnu lokinni.

4. HB Grandi, niðurrif tanks – Framlagt tölvubréf Vilhjálms Vilhjálmssonar, f. h. HB Granda, dags. 23. apríl sl., vegna niðurrifs á tanki á athafnasvæði fyrirtækisins.

Framlögð innsend gögn HAUST er málið varðar.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir niðurrif fyrir sitt leyti enda verði öll skilyrði um slík mannvirki uppfyllt. Framlögð gögn HAUST fylgi með afgreiðslu nefndarinnar.

5. Umferðamerki í þéttbýli – Hugmyndir – tillögur að umferðamerkingum í þéttbýli Vopnafjarðar kynnt á fundinum.

Gerði formaður nánar grein fyrir málinu og fór yfir innsettar viðbótarmerkingar á korti ásamt nefndarmönnum.

Nefndarmenn fagna framkomnum hugmyndum og mæla með að áfram verði unnið í málinu í samráði við hlutaðeigandi aðila.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:20.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir