Fundur bygginganefndar 13.05.2008

13.05 2008 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
13. maí 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00


Dagskrá fundar:


1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 29. apríl sl. lögð fram.

2. mál: Veiðihús við Selá – Bygginganefndarteikningar með byggingarlýsingu unnar af hönnuðum Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 31. júlí 2007, lagðar fram. Ennfremur staðfesting Guðmundar W. Stefánssonar um afsal lóðar til Veiðifélags Selár og bréf Steingríms Eiríkssonar hrl., dags. 07.05.08. Óskað er framkvæmdarleyfis.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að stofnuð verði lóð undir hús í samræmi við við framlagða uppdrætti hönnuða. Bendir nefndin jafnframt á að fyrir næsta fundi liggi umsögn Brunamálayfirvalda og annarra aðila fyrir áður en að byggingarleyfi verður veitt. Ennfremur að óskað verði samþykkis Skipulagsstofnunar.

3. mál: Jónsver ses, Hamrahlíð 15 – Fyrirspurn um heimild til að reisa viðbyggingu við núv. hús að Hamrahlíð 15, sbr. erindi Ólafs B. Valgeirssonar, dags. 09.05.08, og skissaðar teikningar Magnúsar Más Þorvaldssonar, dags. 09.05.08.

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindi Jónsvers ses. og samþykkir að fari sína leið svo sem reglur gera ráð fyrir.

4. mál. Félagsbúið Refsstað – Óskað er heimildar til að reisa vorhús í landi Refsstaðs, neðan þjóðvegar, sbr. erindi Gunnars Pálssonar og Skúla Þórðarsonar, dags. 07.05.08, og teikningar Skúla, dags. 07.05.08. Óskað er framkvæmdaleyfis.

Skipulags- og bygginganefnd lítur á bygginguna sem skýli og veitir stöðuleyfi fyrir slíka byggingu.

5. mál. Tillaga að deiliskipulagi – Tillaga að deiliskipulagi, sbr. bréf Vopnafjarðahrepps, dags. 05.05.08. Óskað er eftir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags- og bygginganefnd gerir lítilsháttar athugasemdir við framlagðan deiliskipulagsuppdrátt Teikn á lofti, dags. 29.04.08., er varðar merkingar og mörk svæðisins. Verði þessi atriði lagfærð. Að öðru leyti samþykkir nefndin fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt og heimilar sveitarstjóra að setja hann í auglýsingu til samræmis við lög.

6. mál. Varaafl Rarik á Vopnafirði – Nýjar varaaflsvélar staðsettar við aðveitustöð Rarik á Búðaröxl, sbr. bréf sveitarstjóra, dags. 08.05.05 og rafbréf Rarik, dag. 29.04.08. Til kynningar.

Lagt fram til kynningar í skipulags- og bygginganefnd.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.20Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir