Fundur bygginganefndar 08.05.2009

08.05 2009 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
08. maí 2009, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Jóhann L. Einarsson, Ari G. Hallgrímsson, Baldur H. Friðriksson og Þorsteinn Halldórsson.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst.sl.liðsstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.


Dagskrá fundar:


1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 05. febrúar sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

2. mál: Fiskimjölsverksmiðja HB Granda h. f.– Ákvörðun um matsskyldu. Lagt fram til kynningar.

3. mál: Fiskimjölsverksmiðja og mjöltankar HB Granda h. f. – Umsókn um framkvæmdaleyfi, skv. framlögðum uppdráttum Ask arkitekta og fyrirliggjandi umsögnum hlutaðeigandi aðila.

Fór fram mikil umræða um hina nýju verksmiðju, sem áður hefur verið kynnt á fundum nefndarinnar. Gerði Björn Heiðar nánari grein fyrir brunamálum og hvernig þeim kröfum hefur verið mætt. Vinnubrögð hönnuða til fyrirmyndar og þykir rétt að vekja athygli á.

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið fyrir beiðni um framkvæmdaleyfi um nýja fiskimjölsverksmiðju HB Granda og samþykkir samhljóða. Skipulags- og bygginganefnd samþykkir ennfremur samhljóða beiðni um að byggja mjöltanka og tengd mannvirki á athafnasvæði HB Granda.

4. mál: Steypustöð við Búðaröxl – Umsókn Steineyjar ehf. um lóð undir steypustöð á núverandi svæði.

Við afgreiðslu málsins yfirgaf formaður fundinn.

Samþykkt að í samvinnu við umsækjanda verði mæld upp nákvæm lóð, hún skilgreind og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.

5. mál: Lónabraut 39 – Fyrirspurn um heimild til að reisa bílskúr við núverandi hús, sbr. framlagðar teikningar dags. 06. maí 2009.

Nefndin setur sig ekki á móti hugmynd fyrirspyrjanda en erindið fari í grenndarkynningu. Að henni fenginni og að innlögðum uppdráttum verður erindið tekið formlega fyrir.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13.25.



Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir