Fundur bygginganefndar 21. janúar 2010

21.01 2010 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
21. janúar 2010, haldinn á Hótel Tanga kl. 12.00

Mættir til fundar: Bárður Jónasson, Jóhann L. Einarsson, Bjarki Björgólfsson, Brynjar Joensen, Ari G. Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson og Baldur H. Friðriksson.

Einnig mættir: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð, Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, og Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst. sl.l.stjóri.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 18. nóvember sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Hamrahlíð 26 – Eigandi Hamrahlíðar 26 óskar eftir heimild til breytinga á húsnæði sínu og að staðsetja geymslugám á athafnalóð sinni. Meðfylgjandi er erindi hér að lútandi, dags. 18.01.2010, sem og teikningar af húsinu skv. uppmælingu, dags. 13.01.2010. Ekki voru til uppdrættir af húsinu.

Óskaði Ari eftir að víkja af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða umbeðnar breytingar á húseigninni. Ennfremur samþykkir nefndin stöðuleyfi geymslugáms á portlóð til eins árs eins og segir í reglum sveitarfélagsins með heimild til endurnýjunar. Nefndin áskilur sér rétt til að leita frekari umsagna eftirlitsaðila m. t. t. meðhöndlunar efna.

Nefndarmenn sammála um að ljúka þurfi gerð gjaldskrár fyrir gáma í sveitarfélaginu.

3. mál: HB Grandi h.f. – Lóðamál HB Granda á hafnarsvæði. Lagt fram erindi sveitarstjóra, dags. 15.01.2010, ásamt yfirliti yfir lóðir, sem fyrirtækið hefur á svæðinu. Varðar málið nýja úthlutun lóða í samræmi við framlögð gögn. Áður lagt fyrir hreppsnefnd.

Gerði sveitarstjóri nánari grein fyrir málinu, las m. a. bréf sitt til HB Granda, dags. 30.12.2009.

Nefndarmenn gera ekki athugasemdir við framlagðar tillögur. Öðru leyti til kynningar.

Með heimild varaformanns bar Baldur upp fyrirspurn til sveitarstjóra varðandi byggingarleyfi verksmiðjunnar, þ. e. fiskimjölsverkersmiðju HB Granda.

Gerði sveitarstjóri gein fyrir málinu, sagði ekki endanlegt byggingarleyfi liggja fyrir en að viðhöfðu samráði við alla hlutaðeigandi væru uppdrættir endurgerðir á byggingarferlinu. Endanleg undirskrift þegar allar breytingar liggja fyrir. Undirskrift allra hlutaðeigandi aðila liggja hins vegar fyrir, s. s. byggingameistara, húsasmíðameistara, múrarameistara og rafvirkjameistara.

Rétt er að vísa til afgreiðslu nefndarinnar varðandi framkv.leyfi, 08.05.2009, samþykkt samhljóða.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13.20Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir