Fundur bygginganefndar 27.08.2009

27.08 2009 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
27. ágúst 2009, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Jóhann L. Einarsson, Guðrún Stefánsdóttir, , Ari G. Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson, Bárður Jónasson og Ingólfur Arason. Bjarki Björgólfsson sat ennfremur fundinn.

Einnig mættir: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð, og Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst.slökkvil.stjóri.

Áður en gengið var til formlegrar dagskrár óskaði formaður eftir heimild til að taka fyrir erindi sóknarnefndar Vopnafjarðarsóknar um heimild til að koma fyrir 9 m2 geymslu rétt utan kirkjugarðs.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 08. maí sl. lögð fram.

2. mál: Sláturfélag Vopnfirðinga h.f.– Heimild til staðsetningar sviðaaðstöðu við nýja þró HB Granda auk gærugeymslu á sama stað og áður, sbr. bréf Þórðar Pálssonar frá 17. júlí sl.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir staðsetningu gáms á komandi vertíð sem og geymslu gæra að þessu sinni skv. ósk framkvæmdarstjóra – en nefndin leggur á það áherslu að viðundandi lausn verði fundin til framtíðar.

3. N1 h.f – Umsókn um framkvæmdaleyfi til að staðsetja nýjan tank við þjónustustöð félagsins á Vopnafirði skv. erindi Guðlaugs Pálssonar f. h. N1, dags. 23. júlí sl., og uppdrætti hér að lútandi.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir framkvæmdaleyfið samhljóða.

4. mál: Steindór Sveinsson, Fagrihjalli 3 – Húseigandi sækir um heimild til að reisa þak/skyggni ofan dyra á norðurhlið hússins við Fagrahjalla 3, sbr. erindi dags. 02. maí sl. og rissmynd.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða umbeðið erindi húseiganda.

5. mál: Hafnarbyggð 1 – Björgólfsbræður sækja um heimild til að koma fyrir tveimur stórum dyrum á norðurhlið hússins sem og reisa millivegg skv. uppdrætti, dags. 24. ágúst 2009, og erindi dags. sama dag.

Bjarki vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindi Björgólfsbræðra.


6. mál: Sóknarnefnd Vopnafjarðarsóknar – Óskað er heimildar til að reisa 9 fm geymsluhús rétt utan kirkjugarðsins. Meðfylgjandi er erindi formanns sóknarnefndar, dags. 26. ágúst sl., og uppdráttur Jóns Andréssonar.

Skipulags- og bygginganefnd gerir engar athugasemdir við ósk sóknarnefndar og samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:35.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir