Fundur bygginganefndar 18.11.2009

27.08 2009 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar 18. nóvember 2009
Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
18. nóvember 2009, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Baldur Kjartansson, Jóhann L. Einarsson og Ari G. Hallgrímsson.

Einnig mættir: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst.slökkvil.stj., og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Dagskrá fundar:

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 27. ágúst sl. lögð fram.
Samhljóða samþykkt.

2. mál: Skálar – Eigendur Skála sækja um heimild til að reisa bílgeymslu á lóð sinni norðan íbúðarhússins, skv. uppdráttum Jóns M. Halldórssonar, byggingafræðings, dags. 16.03.2005.

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið en tekur það fyrir aftur þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir.

3. mál: Síreksstaðir – Óskað er stöðuleyfis fyrir íbúðagáma vegna ferðaþjónustunnar á Síreksstöðum, skv. bréfi dags. 27. október 2009, og afstöðumynd, dags. 28.10.2009, ásamt ljósmyndum af vettvangi. Endanlegar teikningar verða framlagðar síðar.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir stöðuleyfið. Málið tekið fyrir aftur þegar endanlegar teikningar berast.

4. mál: Hauksstaðir – Óskað er stöðuleyfis íbúðagáma í landi Hauksstaða, skv. bréfi dags. 26. október 2009, og ljósmynd af vettvangi. Endanlegar teikningar verða framlagðar síðar.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir stöðuleyfið. Málið tekið fyrir aftur þegar endanlegar teikningar berast.

5. mál: Hafnarbyggð 26 – Eigendur gistiheimilisins leggja fram fyrirspurn um heimild til stækkunar núverandi húss skv. skissuteikningum, dags. 15. nóvember 2009, og bréfi dags. 11. s. m.

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið erindið fyrir og tekur jákvætt í erindi eigenda. Erindið tekið fyrir að nýju þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir.

6. mál: HB Grandi – Verkís hefur unnið endanlegar teikningar, dags. í október 2009, varðandi mjölsíló og samhliða útreikningum hér að lútandi og hefur verið sent byggingafulltrúa athugasemdalaust. Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:45Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir