Fundur bygginganefndar 22.03.2010

22.03 2010 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

22. mars 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Jóhann L. Einarsson, Ari G. Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson, Baldur H. Friðriksson og Baldur Kjartansson.

 

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst. sl.l.stjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar leitaði formaður heimildar til að taka fyrir málefni Hafnarbyggðar 1 varðandi matshlutaskiptingar hússins. Samþykkt að taka fyrir sem síðasta mál á dagskrá.

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 21. janúar sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.       mál:  Síreksstaðir – Umsókn um byggingarleyfi, dags. 11. febrúar 2010 v/íbúðargáma sem breytt er í gistihús, sbr. meðfylgjandi uppdrætti Ómars Þrastar Björgólfssonar, dags. 27. janúar 2010.  Stöðuleyfi áður heimilað á fundi bygginganefndar þann 18. nóvember sl.  Meðfylgjandi ennfremur skráningartafla.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða byggingarleyfið. Bent er á að reykskynjarar séu samtengjanlegir og að ÚT- og neyðarlýsing sé til staðar.  Ábending að vatnslagnir geri ráð fyrir úrtaki fyrir slökkvilið, sbr. brunahani.

 

 

3.        mál: HB Grandi h.f. Hafnarbyggð 12 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýtt löndunarhús á athafnalóð fyrirtækisins skv. uppdráttum ASK arkitekta, dags. 24. febrúar 2010.  Meðfylgjandi er ennfremur skráningartafla.

 

Gerð var gein fyrir málinu og bókað:

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt i erindið en telur eðlilegt að kalla eftir umsögn hafnarnefndar og Siglingastofnunar áður en málið er endanlega afgreitt.

 

4.      mál: HB Grandi h.f. – Ósk um breytingu á legu vegatengingar um hafnarsvæði, sbr. bréf Helga Más Halldórssonar, ASK arkitektar, dags. 08. mars 2010, og uppdrátt hér að lútandi, dags. 08. mars 2010.  Áður tekið fyrir í hafnarnefnd þann 15. mars sl., sbr. meðfylgjandi bókun.

 

Gerð var grein fyrir áliti skipulagshönnuðar á gildandi deiliskipulagstillögu af svæðinu. Eftirfarandi var bókað:

 

Skipulags- og bygginganefnd telur ekki rétt að gera breytingar á samþykktri deiliskipulagstillögu hafnarsvæðisins, sem gerir ráð fyrir uppfyllingu í suðurhluta hafnarsvæðisins. Samkvæmt því liggur umrædd akstursleið yfir dæluhús HB Granda á svæðinu.

 

Ekki er búist við að farið verði í framkvæmdir við þessa uppfyllingu á næstunni. Af þeim sökum telur skipulags- og bygginganefnd ekkert því til fyrirstöðu að til bráðabirgða verði umbeðin leið HB Granda farin. Þegar ráðist verður í umgetnar landfyllingar verði endanleg lega akstursleiðar skoðuð nánar m. t. t. gildandi deiliskipulagstillögu.

 

Skipulags- og bygginganefnd telur og að fulltrúar HB Granda, í samvinnu við fulltrúa sveitarfélagsins, þurfi að finna bestu lausn á akstursleið stórra bifreiða undir löndunarlögn fyrirtækisins, sem ekki er nægjanlega há miðað við staðla þar um.

Samþykkt samhljóða.

 

5.      mál: Hafnarbyggð 1 – Endurgerð teikninga og gerð eignaskiptalýsingar.

Gerð var grein fyrir málinu, sem tafist hefur vegna óuppfærðra uppdrátta – sem þar með útilokar að hægt sé að ljúka gerð eignaskiptalýsingar.

 

Samhljóða samþykkt að fela byggingafulltrúa og starfsmanni að sjá til þess að verkinu verði lokið og sjá til þess að endurnýjaðir uppdrættir komi fyrir nefndina þegar þeir liggja fyrir. Staðfest að um 4 eignir er að ræða: neðri hæð, vöruskemma, mjólkursaml.rými m/bílgeymslu auk fremsta bils hæðar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:10.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir