Fundur bygginganefndar 06.04.2010

06.04 2010 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

06. apríl 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Baldur Kjartansson, Þorsteinn Halldórsson, Ingólfur Arason og Bjarki Björgólfsson.

 

Einnig mættir: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst.sl.l.stjóri, Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 22. mars sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.       mál:  Hamrahlíð 12 – Umsókn um heimild til að byggja viðbyggingu ásamt breytingum á innra skipulagi hússins, sbr. bréf Arkís, dags. 15.03.2010, byggingarleyfisumsókn og uppdrætti, dags. 15.03.2010. Meðfylgjandi ennfremur skráningartafla.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið erindið fyrir og samþykkir samhljóða án athugasemda.

 

3.        mál: HB Grandi h.f., Hafnarbyggð 12 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurnýjað mjölhús, sbr. uppdrætti ASK arkitekta hér að lútandi, dags. 30.03.2010. Meðfylgjandi er ennfremur skráningartafla.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið athugasemdalaust en mælist til að fyrirtækið geri grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða á lóð sinni – einkum m. t. t. uppsjávarfrystingar.

 

Ekki fleira tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir