Fundur bygginganefndar 17.05.2010

19.05 2010 - Miðvikudagur

 

 

 

 

 

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

17. maí 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson, Ari G. Hallgrímsson, Baldur H. Friðriksson og Þorsteinn Halldórsson.

 

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst.sl.l.stjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Auk ofangreindra voru mættir til fundar Gunnar Jóhannesson, Vegagerð, og Halldór Jóhannsson, skipulagshönnuður, varðandi 4. lið dagskrár – aðalskipulag.

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 06. apríl sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.       mál:  Hafnarbyggð 49 – Umsókn um heimild til að koma fyrir útgöngudyrum þar sem nú er gluggi vesturhlið hússins, sbr. erindi dags. 25. apríl sl. Meðfylgjandi einnig ljósmyndir er sýna aðstæður fyrir og eftir framkvæmd.

 

Skipulags- og bygginganefnd gerir engar athugasemdir við framkvæmdina og samþykkir samhljóða.

 

3.        mál: Fossheiði ehf. – Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á frístundahúsið Foss, Vfjhr., skv. erindi dags. 11. maí sl., og meðfylgjandi uppdráttum, dags. 30. apríl 2010. Skráningartafla fylgir.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið án athugasemda.

 

4.      mál: Aðalskipulag – Lega nýrrar innkomu í þéttbýli Vopnafjarðar. Á fundinn mæta fulltrúi Vegagerðar og skipulagshönnuður. Hugsanlega verður farið á vettvang.

 

Formaður bauð síðan gesti fundarins velkomna og gaf þeim orðið; til kynningar voru tillögur Vegagerðar að innkomu í þéttbýli Vopnafjarðar en á sínum tíma var ákveðið að þessi hluti nýs vegar myndi bíða útboðs. Til kynningar voru 4 tillögur, sem Gunnar gerði grein fyrir. Tillögur D og E ery stystar – og hver kílómeter kostar.

 

Að gegnumgangi Gunnars loknum tók Halldór við og ræddi tillögurnar út frá skipulagsmálum sveitarfélagsins – með í huga mögulega uppbyggingu iðnaðar í Gunnólfsvík. Líkt og Gunnar mælti Halldór helst með leið E.

 

Kanna þarf hvort veglagningin þarf í matsskyldu. Samþykkt að leið E verði tekin til nánari skoðunar, sem Vegagerðin mun annast – og þeirri vinnu flýtt svo sem kostur er.

 

Að fundi loknum þakkaði formaður nefndarmönnum samfylgdina á kjörtímabilinu, síðasta fundi var lokið.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13.40.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir