Fundargerð bygginganefndar 28. júní 2010

02.07 2010 - Föstudagur

Fundur í byggingar- og skipulagsnefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 10.30  á mánudaginn 28. júní sl.

Á fundinn mættu:  Hrund Snorradóttir, Baldur Kjartansson, Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur H. Friðriksson, Hilmar Jósefsson og Ingólfur B. Arason.  Einnig mættu Þórunn Egilsdóttir, oddviti og Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri.

 

Hér var um fyrsta fund nýrrar nefndar að ræða og var dagskráin eftirfarandi.

Dagskrá:

1. mál. Sveitarstjóri/Oddviti opnar fund og býður nýja nefndarmenn velkomna til starfa.

 

Sveitarstjóri og oddviti buðu fundarmenn velkomna og óskuðu nýkjörnum fulltrúum í nefndina til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfinu sem framundan er.

2. mál Kosning formanns

 

Gengið til kosninga um formann.   Tillaga kom frá Ingólfi um  Hrund Snorradóttur, sem formann.   Engar aðrar tillögur komu fram.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. mál Kosning varaformanns

 

Gengið til kosninga um varaformann.   Tillaga kom frá Hrund um Ingólf B. Arason, sem varaformann.  Engar aðrar tillögur komu fram.

Tillagan samþykkt samhljóða.

4. mál Kosning ritara

 

Gengið til kosninga um ritara.   Tillaga kom frá Hrund  um Baldur Kjartansson, sem ritara nefndarinnar.   Engar aðrar tillögur komu fram.

Tillagan samþykkt samhljóða.

5. mál Samþykktir fyrir skipulags- og byggingarnefnd  lagðar fram og verkefni nefndarinnar rætt.

 

Lögð fram drög að samþykktum fyrir skipulags-og byggingarnefnd og þau rædd.   Jafnframt var rætt um helstu hlutverk nefndarinnar og starfið sem framundan er.

Fyrirliggjandi samþykktum fyrir nefndina vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

Óskað er eftir því að allar þær samþykktir sem veittar eru af byggingarfulltrúa sem varða skjólveggi og smáhýsi og þurfa ekki samþykki nefndarinnar, berist nefndinni þannig að hún sé meðvituð um þau mál.

Fleira ekki tekið fyrir  og fundi slitið kl. 11.30
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir