Fundargerð bygginganefndar 17. ágúst 2010

17.08 2010 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

17.ágúst 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Þráinn Hjálmarsson, Árni Magnússon, Ari G. Hallgrímsson, Jóhann L. Einarsson og Björgvin Hreinsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Áður en gengið var til formlegrar dagskrár óskaði formaður eftir að tekin yrðu fyrir 3 erindi er innkomu eftir að dagskrá lá fyrir; frá sláturfélaginu, Bílum og vélum og Glófaxa. Samþykkt samhljóða að taka þau öll fyrir sem 7., 8. og 9. mál dagskrár.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 28. júní sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: Skálanesgata 5 – Umsókn um heimild til að byggja viðbyggingu í formi sólskála við húsið, sbr. bréf eiganda, dags. 20.07.2010, og uppdrætti, dags. í júlí 2010. Samþykki nágranna liggur fyrir.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um skriflegt samþykki nágranna liggi fyrir – og sendist starfsmanni bygg.flltr.embættis.

 

3.      mál: Hamrahlíð 19 – Umsókn um heimild til að klæða útveggi hússins ásamt því að trépallur verði reistur við húsið og lóð lagfærð, sbr. erindi eiganda, dags. 10.08.2010. Meðfylgjandi eru ennfremur upprunalegar teikningar af húsinu.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindi húseigenda en óskar eftir að skriflegt samþykki nágranna liggi fyrir varðandi bílastæðin.

 

4.      mál. Útiblakvöllur v/Lónabraut-Fagrahjalla – Óskað er eftir að fá að staðsetja útiblakvöll á lóð milli Lónabrautar og Fagrahjalla, sbr. erindi dags. 28.06.2010, ásamt uppdrætti. Ennfremur bréf sveitarstjóra, dags. 07.07.2010.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða til árs til að byrja með, með möguleika á framlengingu enda gangi allt að óskum í samskiptum við nágranna.

 

5.      mál. Minnisvarði við Þorbrandsstaði – Óskað er heimildar til að reisa minnisvarða við Þorbrandsstaði, sbr. erindi dags. 17.06.2010. Ennfremur bréf sveitarstjóra, dags. 07.07.2010, en erindið var tekið fyrir á fundi hreppsnefndar 06. júlí sl.

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur vel í hugmyndina og leggur til að minnisvarðanum verði fundinn staður að viðhöfðu samráði við landeiganda – samþykkt samhljóða.

 

6.      mál. Gistihús á Síreksstöðum – Lokaúttekt Magnúsar Más, f. h. bygg.flltr. Staðfest verklok byggingameistara og raforkuvirkis. Lagt fram til kynningar.

 

Magnús Már gerði nánar grein fyrir málinu, sem að öðru leyti var til kynningar.

 

7.      mál. Sláturfélag Vopnfirðinga h. f. – Óskað er staðsetningu sviðaaðstöðu framan við nýju þróna utanum lýsistankanna á komandi hausti, sbr. erindi dags. 17.07.2010.

 

Erindið tekið til umræðu, settu nefndarmenn fram skoðanir sínar og hafa menn nokkrar áhyggjur af málinu enda verði ekki um framtíðarlausn fundin á þessum stað. Engu að síður samþykkir skipulags- og bygginganefnd erindið enda liggi fyrir samþykki nágranna og HAUST.

 

Ítrekað er að framtíðarlausn þurfi að finna þegar á næsta ári.

 

8.      mál. Hafnarbyggð 1 – Ósk Bíla og véla til lítilsháttar útlitsbreytinga á húseigninni með nýjum inngöngudyrum auk nýrrar hurðar þar sem nú eru aðaldyr vöruafgreiðslu, sbr. erindi Ólafs Ármannssonar, dags. 17. ágúst 2010.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

9.      mál. Reiðvegagerð – Hestamannafélagið Glófaxi, sbr. erindi  dags. í ágúst 2010 undirritað af Berglindi Sigurðardóttur, stj.manni. Reiðvegur meðfram veginum frá Grænalæk að Hofárbrú - og inn með Hofsá upp með Selá, sem er þverá milli Refsstaða og Egilsstaða.

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur vel í hugmyndir hestamannafélagsins og samþykkir samhljóða en óskar eftir að fá skriflegt samþykki landeigenda innsent.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:20.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir