Fundargerð bygginganefndar 27. september 2010

28.09 2010 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

27.september 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Ingólfur B. Arason, Þráinn Hjálmarsson, Baldur Kjartansson og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Áður en gengið var til formlegrar dagskrár óskaði formaður eftir að tekið yrði fyrir erindi Vopnafjarðarhrepps, dags. 27.09.2010, varðandi flokkunarstöð sveitarfélagsins, sem 2. mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 17. ágúst sl. lögð fram.

Starfsmaður gerði grein fyrir samskiptum sínum við þá aðila sem leita skyldu samþykkis nágranna v/framkvæmda. Gekk það allt eftir. Vakin var athygli á að samþykki HAUST og nágranna v/sláturhúss er enn óleyst mál.

Fundargerðin samþykkt síðan samhljóða.

 

2.      mál: Flokkunarstöð Vopnafjarðar – Óskað er heimildar til breytinga á áhaldahúsi sveitarfélagsins – fyrrum áhaldahúsi – v/flokkunarstöðvar fyrir sorp auk nýrrar aðkomu, hlið og akvegur m/snúningsás. Sbr. erindi, dags. 27.09.2010, og uppdrætti Teikn á lofti, dags. 24.09.2010.

 

Nánar gerð grein fyrir málinu, sem byggist á að íbúar svf. flokki sorp sitt og endurnýjanlegt efni fari héðan til útlanda vía Akureyri. Kynningarfundur verður haldinn á Vopnafirði innan skamms og áætlað að byrja flokkun 18. okt. n .k.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið.

 

3.      mál: HB Grandi – Umsókn um heimild til að byggja viðbyggingu við Hafnarbyggð 14, framan við flökunarhús fyrirtækisins – stálbyggingu undir hrognaþurrkun. Meðfylgjandi eru uppdrættir ASK arkitekta, dags. 17.09.2010, bygg.leyfisumsókn og erindi Vilhjálms Vilhjálmssonar, dags. 13.09.2010.

 

Framkvæmdin kallar á deiliskipulagsbreytingu. Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að breyta þurfi deiliskipulagi þar eð byggingin kemur út fyrir samþykktan byggingareit. Nefndin hvetur til að farið verði í þá vinnu þegar í stað sem nauðsynleg er og erindið tekið fyrir þegar sú vinna liggur fyrir.

 

4.      mál. Hauksstaðir – Umsókn um heimild til að reisa gestahús í landi Hauksstaða, sbr. byggingaleyfisteikningar Ómars Þrastar Björgólfssonar, dags. 15.08.2010, og erindi Þórunnar Egilsdóttur, dags. 17.09.2010. Áður tekið fyrir í sk.- og bygg.nefnd 18.11.2009. Frekari gögn lögð fram á fundinum.

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða. Bent var á að umsögn brunamálayfirvalda fylgi erindum.

 

5.      mál. Hamrahlíð 12 – Endurnýjaðir uppdrættir vegna breytinga á Hamrahlíð 12, er samþykktar voru í sk.- og bygg.nefnd 06.04.2010. Meðfylgjandi grunnmyndir, fyrir og eftir breytingu, en nánar kynnt á uppdráttum á fundinum – stækkun er sett í bið.

 

Málið kynnt, breytingar nokkrar á núverandi húsi meðan stækkun er í bið. Til kynningar enda áður samþykktar breytingar á húsinu.

 

6.      mál. Fiskvegur við Efri-Foss í Selá – Gögn viðvíkjandi gerð fiskvegar við Efri-Foss í Selá, sbr. bréf Jóhannesar Kristinssonar, dags. 17.09.2010; bréf Vífils Oddssonar, dags. 17.09.2010 og 15.08.2007; bréf Árna Ísakssonar, dags. 01.08.2007; greinargerð með nýtingaráætlun; hönnun á fiskvegi Vífils Oddsonar, dags. júní 2007; greinargerð v/fleygaðan fiskveg, dags. júlí 2010; bréf Vífils Oddssonar, dags. 22.07.2010 og bréf Árna Ísakssonar, dags. 30.07.2010.

 

Skipulags- og bygginganefnd átelur viðhöfð vinnubrögð viðvíkjandi laxastiga og veglagningu - og gerir athugasemdir við að ekki skuli hafa verið beðið umsagnar nefndarinnar. Óskað er eftir að Jóhannes verði boðaður til fundar skipulags- og bygginganefndar sem fyrst þar sem málin verða rædd.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir