Fundargerð bygginganefndar 07. október 2010

08.10 2010 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

07.október 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Ingólfur B. Arason, Baldur H. Friðriksson, Baldur Kjartansson og Jóhann L. Einarsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Gestur fundarins: Jóhannes Kristinsson.

 

Bauð formaður fundarmenn velkomna til fundar og einkum gest hans, Jóhannes Kristinsson. Síðan var gengið til dagskrár.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 27. september sl. lögð fram.

 

Magnús gerði grein fyrir samskiptum sínum við HAUST, Helgu Hreinsdóttur frkv.stj., þar sem fram kom m. a. að ekki var leitað samþykkis HAUST viðvíkjandi staðsetningu gáms, sem mælt er með að gera, sem og leitað sé formlegs samþykkis MAST, Matvælastofnunar – sem gefur út starfsleyfi og fer með eftirlit varðandi matvælaöryggi í sláturhúsum.

 

Á hinn bóginn segir í skeyti Helgu, dags. 28.09.10, að loftræsting í núverandi gámi sé mun betri en oft áður. Og ennfremur að ef lykt truflar ekki nágranna á þessari vertíð og ekki mikil sótmengun í umhverfinu, þá er þetta ekki mikið mál frá sjónarhóli mengunarvarna.

Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: Vopnafjarðarhreppur – Ósk um deiliskipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér skilgreiningu nýs byggingarreits við Hafnarbyggð 14, sem ætlað er fyrir hrognaþurrkun HB Granda hf. Byggingin verður að hámarki 500 m2 að flatarmáli og hæð að hámarki 7 metrar. Meðfylgjandi er uppdráttur Teikn á lofti, dags. 05. október 2010, sem og gildandi deiliskipulag, sem samþykkt var í sveitarstjórn í febrúar 2009 – og er hluti gildandi aðalskipulags 2006-2026. Breytingin fer fyrir sveitarstjórn Vopnafjarðar að aflokninni afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.

 

Umsókn HB Granda áður tekin fyrir á fundi skipulags- og bygginganefndar 27. september sl.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir umbeðna skipulagsbreytingu, sbr. framlögð gögn, um að setja erindið í auglýsingu, með 6 atkv., einn sat hjá.

 

3.      mál: Skálanesgata 14 – Umsókn um heimild til að setja glugga á kjallara mót norð-vestri, sbr. erindi, dags. 05. október 2010, og uppdrætti hér að lútandi.

 

Skipulags- og bygginganefnd gerir engar athugasemdir við framkvæmdina og samþykkir hana samhljóða.

 

4.      mál. Fiskvegur við Efri-Foss í Selá o. fl. mál Jóhannesar Kristinssonar – Jóhannes mætir til fundar og gerir grein fyrir framkvæmdum við Selána og nágrenni hennar. Málin rædd. Bauð formaður Jóhannesi að gera grein fyrir máli sínu.

 

Gerði JK grein fyrir máli sínu, yfirfór framkvæmdasöguna, sem teygir sig áratugi aftur í tímann – hans tími spannar sl. áratug. Öll gögn frá honum hafa komið frá Teiknistofunni Óðinstorgi og Deloitte en Vífill Oddson hjá TÓ hefur mesta reynslu verkfræðinga á Íslandi við hönnun fiskvega m. a.

 

Samráð verið haft við stofnanir eins og Skipulags-, Umhverfis- og Veiðimálastofnun auk sveitarfélagsins í flestum tilfellum. Í öllum tilfellum hefur samþykki annarra landeigenda legið fyrir. Í tilfellum hefur JK beinlínis unnið fyrir bændur, s. s. ræsi í Selsá. Er það skilningur JK að framkvæmdir séu sveitarfélaginu til góðs, hingað komi fólk í ýmsum tilgangi þeim tengdum – og til lengdar muni framkvæmdirnar fara betur með landið.

 

Nefndarfólk er almennt þeirrar skoðunar að skipulags- og bygginganefnd eigi að fá tækifæri til að taka framkvæmdir til umfjöllunar/umsagnar og síðan til samþykktar eða synjunar – fyrir sitt leyti – og/eða til athugasemda.

 

Nefndarfólk er sammála að vandað sé til verks en samráðs sé leitað enda komi það öllum til góðs.

 

Samþykkt samhljóða: Starfsmaður leiti til Skipulagsstofnunar hvað telst minniháttar framkv., s. s. vegaframkvæmdir.

 

Að umræðum loknum var Jóhannesi þakkað upplýsandi spjallið.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:40.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir