Fundargerð bygginganefndar 20. október 2010

21.10 2010 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

20.október 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Baldur H. Friðriksson, Þráinn Hjálmarsson, Baldur Kjartansson, Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson og Hilmar Jósefsson

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Áður en gengið var til dagskrár óskaði formaður heimildar til að tekið yrði fyrir erindi hjónanna í Háteigi, að fá að rífa (gamla) íbúðarhúsið á Guðmundarstöðum. Dagsett í dag, 20.10.10. Samþykkt samhljóða að taka sem 3. lið á dagskrá.

 

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 07. október sl. lögð fram.

 

Baldur Friðriksson gerir ath.semd við bókun 4. liðar þar eð hún taki ekki nógsamlega á því sem fyrir fundinum lá.

 

Fundargerðin síðan samþykkt samhljóða.

 

 2.      mál: Vopnafjarðarhreppur – Norðausturvegur, breytt vegtenging við þéttbýli Vopnafjarðar. Beiðni um umsögn varðandi tilkynningarskylda framkvæmd, skv. bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 07.10.2010. Auk heldur greinargerð Vegagerðar v/kynningar framkvæmda vegna könnunar á matsskyldu, unnin í október 2010.

 

Málið tekið til umræðu þar sem nefndarmenn tjaðu skoðanir sínar. Eftirfarandi var bókað:

 

Skipulags- og byggingarnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur, í samræmi við erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 18.10.2010, fjallað um tilkynningu Vegagerðarinnar vegna ákvörðunar um umhverfismatsskyldu nýrrar vegtengingar inní þéttbýlið á Vopnafirði.

 

Skipulags- og byggingarnefnd telur að vegna umfangs verkefnisins, landfræðilegra aðstæðna, vandaðs undirbúnings og ítarlegra gagna sem tilkynningin styðst við, auk rannsókna sem eru að hefjast á fornminjum á svæðinu, sé framkvæmdin ekki umhverfismatsskyld.

 

Skipulags- og byggingarnefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, dags 18.10.2010, og felur sveitarstjóra að leita samþykkis skipulagsstofnunar á að tillagan sé auglýst í samræmi við 21.gr. skipulagslaga nr. 73/1997.

 

3.      mál: Guðmundarstaðir – Óskað er heimildar til að rífa íbúðarhúsið á Guðmundarstöðum, sbr. erindi landeigenda, dags. 20.10.10.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið en leggur áherslu á að farið verði að reglum er gilda um niðurrif húsa og förgun efna.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:50.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir