Fundargerð bygginganefndar 29. október 2010

31.10 2010 - Sunnudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

29.október 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson, Ingólfur B. Arason og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Áður en gengið var til formlegrar dagskrár bar formaður undir fundinn heimild til að taka fyrir erindi s. k. Mælifellsbræðra, um stöðuleyfi fyrir fjallaskála í landi Mælifells. Gögn hér að lútandi send út í gær til nefndarmanna. Tekið fyrir sem 4ða mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða að taka fyrir.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 20. október sl. lögð fram.

 

Fundargerðin síðan samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: HB Grandi – Umsókn um heimild til að byggja nýbyggingu við Hafnarbyggð 14, framan við flökunarhús fyrirtækisins – stálbyggingu undir hrognaþurrkun. Áður fyrir fundi þann 27. september sl. þar sem bókað var:

 

Framkvæmdin kallar á deiliskipulagsbreytingu. Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að breyta þurfi deiliskipulagi þar eð byggingin kemur út fyrir samþykktan byggingareit. Nefndin hvetur til að farið verði í þá vinnu þegar í stað sem nauðsynleg er og erindið tekið fyrir þegar sú vinna liggur fyrir.

 

Erindið er í ferli en fyrir fundi liggur umsókn um heimild til að byggja nýbyggingu við Hafnarbyggð 14, hrognaþurrkunarhús.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið að því gefnu að deiliskipulagsferlið gangi í gegn.

 

3.      mál: HB Grandi h.f. Hafnarbyggð 12 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýtt löndunarhús á athafnalóð fyrirtækisins. Áður tekið fyrir á fund nefndarinnar 22. mars sl. þar sem bókað var:

 

Gerð var gein fyrir málinu og bókað:

 

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt i erindið en telur eðlilegt að kalla eftir umsögn hafnarnefndar og Siglingastofnunar áður en málið er endanlega afgreitt.

 

Jákvæð umsögn beggja liggur fyrir, sbr. meðfylgjandi. Eftir stendur ósk um byggingarleyfi fyrir nýtt löndunarhús, sbr. áðurtilgreindan fund skipulags- og bygginganefndar. Í tilfelli löndunarhúss er sótt um stöðuleyfi þar eð húsið kemur beint ofaná steinsteypta þekju og er ekki á sökkli.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða stöðuleyfið ótímabundið – en þess sé gætt að húsið hindri ekki framtíðarveglínu um höfnina. Við endurnýjun bryggju hefur svf. rétt á að fjarlægja húsið á kostnað eigenda. Ennfremur vill nefndin vísa til fyrri bókunar, sbr. fund 22.03.10, um að besta lausn á akstursleið undir löndunarlögn verði fundin. Samhljóða samþykkt.

 

4.      mál: Fjallaskáli í landi Mælifells – Umsókn um stöðuleyfi fyrir fjallaskála í landi Mælifells vestast á bæjartorfu Mælifellsbæjarins, austan fjallsins; sbr. erindi s. k. Mælifellsbræðra, dags. 29. októbr 2010. Ennfremur bréf Jóhannesar Kristinssonar, f. h. Sunnudals ehf., ódags. en væntanlega dags. 29.10 þar eð vitnað er í bréf umsækjenda. Meðfylgjandi grunnmynd húss/skála, byggingarlýsing í erindi bræðranna.

 

Skipulags- og bygginganefnd tók málið til umfjöllunar. Nefndin telur að skoða þurfi málið nánar og mun leita umsagnar Fornleifaverndar og frestar afgreiðslu málsins uns svar hennar hefur borist.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:25.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir