Fundargerð bygginganefndar 30. júní sl.

30.06 2008 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar haldinn í félagsheimilinu Miklagarði 30. júní 2008 kl. 12.00. Á fundinn voru mætt Eyjólfur Sigurðsson, Baldur Kjartansson, Baldur Friðriksson, Ingólfur Arason, Þráinn Hjálmarsson, Guðrún Stefánsdóttir og Bjarki Björgólfsson.
Jafnframt voru mættir Sigurður Jónsson, byggingarfulæltrúi, Björn H. Sigurbjörnsson, slökkviliðsstjóri og Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1) Fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar frá 13. maí sl.
Fundargerðin lögð fram og siðan samþykkt.

2) Framkvæmda- og byggingaleyfi v/veiðihúss við Selá.
Tekið fyrir áður á fundi nefndarinnar 13. maí sl. Lagt fram bréf Vopnafjarðarhepps frá 5. júní sl. til Skipulagsstofnunar, ásamt greinargerð þar sem óskað er meðmæla Skipulagsstofnunar. Jafnframt lagt fram svar Sikipulagsstofnunar dags. 23. júní sl. Ennfremur gerð grein fyrir athugasemdum Brunamálastofnunar á nokkrum atriðum í fyrirliggjandi teikningum, sem dags. eru 31. 07. 07.
Lögð fram svofelld tillaga:
„Byggingarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi og plönum frá Sundlaugarvegi inn að nýju veiðihúsi. Ennfremur samþykkir nefndin að veita byggingarleyfi fyrir umbeðnu húsi, þegar endanlegar aðalteikningar liggja fyrir, þar sem tekið hefur verið á ábendingum umsagnaraðila. Á þessum grunni er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi.“

Fyrirliggjandi tillaga var síðan samþykkt samhljóða.

3) Bygging sumarhúsa í landi Síreksstaða til samræmis við framlögð gögn með bréfi dags. 3. júní sl.
Bréfritari óskar heimildar til að reisa tvö sumarhús í landi Síreksstaða. Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Ekki er heimilt að hefja framkvæmdir, þar sem endanlegar aðalteikningar liggja ekki fyrir. Byggingarfulltrúa er heimilt að veita byggingarleyfi, þegar aðalteikningar liggja fyrir.
Málsmeðferð þessi var samþykkt samhjóða.

4) Miðbraut 5, ósk húseigenda um heimild til að breyta glugga í dyr til samræmis við meðfylgjandi gögn.
Bygginganefnd samþykkir umbeðna framkvæmd fyrir sitt leyti. Framkvæmdin skal unnin í samráði við byggingarulltrúa.

5) Bréf Veiðifélags Selár dags. 24. júní sl., varðandi veg frá nýju veiðihúsi inn að Breiðumýri og þar yfir á á brú.
Bréf Veiðifélagsins frá 24. júní sl. lagt fram til kynningar, ásamt fylgigögnum. Bygginganefnd bendir á að nauðsynlegt er að afla umsagnar nauðsynlegra umsagnaraðila.
6) Bréf Vífils Oddssonar f.h. Jóhannesar Kristinssonar dags. 24. júní sl., þar sem óskað er heimildar til þess að leggja veg milli Borga og Gnýstaða sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Lagt fram bréf umsóknaraðila frá 24. júní sl., ásamt uppdrætti.
Bygginganefnd bendir á að nauðsynlegt er að afla umsagna nauðsynlegra umsagnaraðila.

7) Bréf Vopnafjaðarhrepps dags. 24. júní sl., varðandi endurbyggingu göngubrúar yfir Selá við Fagurhól.
Lagt fram bréf Vopnafjarðarhrepps, þar sem óskað er heimildar til þess að byggja upp göngubrú yfir Selá við Fagurhól. Kynntar eru tvær aðferðir við byggingu brúarinnar þ.e. annars vegar skv. upprunalegri mynd sem hengibrú og hins vegar stálvirkis hönnun samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem unnir eru af Teiknistofunni Óðinstorgi. Erindið snýst um heimild til að byggja eftir hvorri aðferðinni sem heppilgri þykir.
Erindið samþykkt með 6 atkv. gegn 1 atkv.

8) Bréf Rarik dags. 6. júní 2008, vegna lóðarstækkunar og framkvæmda við lóð Rarik við Búðaröxl.
Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindi Rarik, en áskilur sér rétt til þess að skoða nánar endanlega stærð og legu lóðar. Jafnframt hver endanleg staðsetning húss verður á lóðinni.

9) Bréf frá Haraldi Jónssyni Ásbrandsstöðum, varðandi byggingu gripahúss.
Lagt fram bréf Haraldar, þar sem óskað er leyfis til að byggja gripahús fyrir nautgripi til samræmis við framlagðar teikningar unnar af Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands.
Bygginganefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en felur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra að óska eftir aðalteikningum.
Byggingafulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar slíkar teikningar liggja fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir