Fundur bygginganefndar 02.10.2008

02.10 2008 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
02. október 2008, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mættir til fundar: Eyjólfur Sigurðsson, Bárður Jónasson, Jóhann L. Einarsson, Ari G. Hallgrímsson, Þorsteinn Halldórsson og Ingólfur Arason.

Einnig mættir: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðst.sl.liðsstjóri, og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

*Formaður óskaði heimildar til að tekið yrði fyrir erindi sveitarstjóra viðvíkjandi niðurrif á húseigninni Hamrahlíð 17 á Vopnafirði, dags. 01.10.08, sem 5. mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 15. september sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2. mál: Beiðni um vilyrði fyrir lóð – Erindi Hilmars Gunnlaugssonar, dags. 10. september 2008, f. h. Drekasvæðis ehf. viðvíkjandi umsókn um lóðir á hafnarsvæði Vopnafjarðar skv. útfærslu Teikn á lofti. Einnig bréf sveitarstjóra, dags. 30. september 2008.

Málið rætt að undangenginni kynningu formanns.

Skipulags- og bygginganefnd fagnar umsókn Drekasvæðis ehf. og samþykkir samhljóða beiðnina.

3. mál: Deiliskipulag hafnarsvæðis v/framkvæmda HB Granda – Fyrirliggjandi teikningar Héðins hf., dags. 17. 09. 2008, varðandi nýja fiskimjölsverksmiðju HB Granda ásamt mjölsílóum. Breyting frá núverandi deiliskipulagi svæðisins.

Málið nánar kynnt og það rætt meðal nefndarmanna.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða umbeðna breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

4. mál. Vegur Borgir - Gnýstaðir – Gerð nánari grein fyrir málinu.

Lögð fram fundargerð frá fundi með Jóhannesi Kristinssyni en hann sátu auk heldur sveitarstjóri, formaður nefndarinnar og starfsmaður bygg.flltr.emb., 01.09.08.

Fór mikil umræða fram um málið og í framhaldi lögð fram svofelld tillaga:

„Á grundvelli fundar með framkvæmdaaðila, framlagðra gagna og vettvangsferðar telur skipulags- og bygginganefnd að um minniháttar framkvæmd sé að ræða. Á þessum forsendum samþykkir skipulags- og bygginganefnd gerð umbeðins vegslóða. Framkvæmdin öll skal unnin í góðu samráði við starfsmann byggingareftirlits og jafnframt skal framkvæmdaaðili ganga vel frá öllum sárum sem myndast í umhverfi slóðans vegna framkvæmdarinnar.

Skipulags- og bygginganefnd átelur að framkvæmdin skuli að mestu hafa verið unnin áður en endanlegt framkvæmdaleyfi er gefið út“.
Samþykkt samhljóða.

5. mál. Niðurrif Hamrahlíðar 17, sbr. að framan.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindi sveitarstjóra samhljóða.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13.10.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir