Fundargerð bygginganefndar 24. janúar 2011

24.01 2011 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

24. janúar 2011, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, Ari G. Hallgrímsson, Ingólfur B. Arason og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 29. októrber sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál:  Hafnarbyggð 4 – Umsókn Árna Róbertssonar, f. h. Kauptúns ehf., um heimild til breytinga á húseign verslunarinnar svo koma megi fyrir nýrri verslun ÁTVR. Meðfylgjandi erindi, dags. 17.01.2011, og uppdrættir Finns P. Fróðasonar, ark. FHÍ.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið að fengnu jákvæðum umsögnum þar til bærra eftirlitsaðila.

 

3.      mál: Fjallaskáli í landi Mælifells – Umsögn Fornleifaverndar, dags. 08. desember sl., varðandi umsókn Mælifellsbræðra um að staðsetja fjallaskála í landi Mælifells. Sbr. umfjöllun nefndarinnar á fundi þann 29. október sl. og ákveðið var að kalla eftir umsögn Fornleifaverndar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og veitir stöðuleyfi til eins árs með þeim fyrirvara að Skipulagsstofnun samþykki fyrir sitt leyti. Komi til þess að færa þurfi húsið, m. t. t. niðurstöðu þjóðlendumála sem dæmi, verður húsið fjarlægt á kostnað eigenda. Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

 

4.      mál: Fagrihjalli 1 – Umsókn um heimild til að koma fyrir nýjum dyrum á norður (norð-vestur) hlið hússins. Erindi dags. 10. janúar 2011 ásamt ljósmynd af húshlið. Uppdrættir eru ekki til af húsinu.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá við afgreiðslu málsins.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir