Fundargerð bygginganefndar 21. mars 2011

24.03 2011 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

21. mars 2011, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Þráinn Hjálmarsson, Baldur Kjartansson, Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson, Björgvin Hreinsson og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mætt: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð. Gestir fundarins Helga Hreinsdóttir og Leifur Þorkelsson frá HAUST.

 

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 24. janúar sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: Hafnarbyggð 4 – Umsókn Árna Róbertssonar, f. h. Kauptúns ehf., um heimild til breytinga á húseign verslunarinnar svo koma megi fyrir nýrri verslun ÁTVR. Meðfylgjandi umsögn HAUST, dags. 21.02.2011. Engar athugasemdir frá hendi brunamála. Áður lagt fram á fundi nefndarinnar 24. janúar sl. þar sem erindið var samþykkt með fyrirvara.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið enda tryggir leigursalinn aðegngi að salerni verslunar Kauptúns, svo sem umsögn HAUST kveður á um. Erindið samþykkt samhljóða.

 

3.      mál: Veiðihús í Selárdal – Teikningar Helga Hjálmarssonar ark. af veiðihúsinu í Selárdal, dags. 25.01.2011, endurnýjaðar m. v. fyrri hönnun, ásamt erindi hér að lútandi, dags. 28. janúar 2011. Meðfylgjandi er skráningartafla og umsögn HAUST, dags. 08. febrúar 2011. Byggingin var áður samþykkt í nefndinni 14. ágúst 2008.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið að nýju – en leggur á það áherslu að ábendingar/kröfur HAUST er varða fituskiljur, hreinsivirki og fráveitu verði uppfyllt og þau gögn send byggingafulltrúaembættinu.

 

4.      mál: Miðbraut 23 – Umsókn um heimild til að koma fyrir garðhýsi á lóð Miðbrautar 23, sbr. framlagða umsókn, dags. 08.03.2011, og teikningar af hýsinu, sem er uppá 9.1 m2.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið en telur rétt að skoða nánar staðsetningu hýsisins að viðhöfðu samráði við bygg.flltr.embættið.

 

5.      mál: Vallholt 8 – Umsókn um heimild til breytingar á húsi, sbr. uppdrátt dags. 08.03.2011, og erindi hér að lútandi, dags. 10.03.2011.

 

Magnús Már víkur af fundi undir þessum lið.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

6.      mál: HAUST – Helga Hreinsdóttir frkv.stj. HAUST mætir á fundinn og kynnir starfsemi eftirlitsins.

 

Vísað er til meðfylgjandi kynningu sem Helga og Leifur komu með.

 

Hvatt er til að sveitarfélagið endurskoði samþykktir og samræmi upplýsingar á vef, t. d. gæludýrasamþykktir. Einnig var hvatt til að formlega verði teknar upp fleiri samþykktir um umgengni og þrifnað við hús, meðhöndlun úrgangs, fráveitur og losun rotþróa og um hesthús og önnur gripahús.

 

Lagt var til að tekin verði sýni úr sjó við höfnina og umhverfis hana. Urðunarstaður sorps þarfnast nýs umhverfismats – það ferli tekur 18 mánuði og því þarf að hefjast handa.

 

Endurnýja þarf starfsleyfi vatnsveitu. Klára þarf eldhús í leikskóla eða flytja leirtau á milli og þvo það í Vopnafjarðarskóla. Með vorinu verða leiktæki sem ekki uppfylla staðla fjarlægð.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:40.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir