Fundargerð bygginganefndar 11. apríl 2011

12.04 2011 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

11. apríl 2011, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson, Árni Magnússon, Björgvin Hreinsson og Þráinn Hjálmarsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 21. mars sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál:  Aðalskipulag - breyting – Tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps, dags. 11. apríl 2011, ásamt umhverfisskýrslu, dags. 11. apríl 2011. Til afgreiðslu.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps árin 2006-2026 varðandi breytta legu Norðausturvegar og nýja tengingu hans við þéttbýlið á Vopnafirði. Tillagan er unnin af Teikn á lofti og dags. 11. apríl 2011. Jafnframt lögð fram umhverfisskýrsla með tillögunni unnin af Teikn á lofti og dags. sama dag.

 

Lögð fram svofelld bókun:

 

„Skipulags- og bygginganefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu að aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps fyrir árin 2006-2026, varðandi breytta legu Norðausturvegar og nýja tengingu hans við þéttbýli Vopnafjarðar. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða umhverfisskýrslu með tillögunni en tillagan og skýrslan eru unnin af Teikn á lofti og dags. 11. apríl 2011. Skipulags- og bygginganefnd felur sveitarstjóra að leita heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna“.

Samþykkt samhljóða.

 

3.      mál: Útrásarlögn HB Granda hf. – Lögð fram greinargerð Verkfræðistofunnar Eflu varðandi sjávarútrásar HB Granda, dags. í mars 2011, ásamt bréfi sveitarstjóra til skipulags- og bygginganefndar vegna fundar með flltr. HB Granda 31. mars sl., dags. 07.04.2011. Til kynningar.

 

Skipulags- og bygginganefnd gefur framkvæmdaleyfi á útrásarlögnina en óskar hér með eftir að fá gögn varðandi framkvæmdir innanhúss hér að lútandi.

Samþykkt samhljóða.

4.      mál: Fjallaskáli í landi Mælifells – Afgreiðsla Skipulagsstofnunar á erindi v/ fjallaskála í landi Mælifells, sbr. rafpóst Ingu Dagfinnsdóttur, dags. 01. apríl 2011.

 

Lagt fram til kynningar – áður samþykkt í skipulags- og bygginganefnd.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir, fundi slitið kl. 12.35.

 

 




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir