Fundargerð bygginganefndar 19. september 2011

08.11 2011 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

19. september 2011, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mættir til fundar: Hrund Snorradóttir, Baldur Kjartansson, Hilmar Jósefsson, Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson, Þráinn Hjálmarsson og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur til fundar: Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 22. ágúst sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál:  Árhvammur, veiðihús – Sótt er um heimild til að breyta veiðihúsinu í samræmi við uppdrætti Þorleifs Eggertssonar ark. FAÍ, dags. 11.09.2011, og erindi formanns, dags. 19.09.2011. Á fundinum liggja uppdrættir frammi.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leyti er varðar framkvæmdaleyfi.

 

3.      mál: Umsókn um gerð veiðislóða í Fossdal – Erindi Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, dags. 24. ágúst 2011, um heimild til að leggja 1.4 km. vegslóða í Fossdal í Hofsárdal. Einnig meðfylgjandi loftmynd, bréf formanns, dags. 10.05.11, til Umhverfisstofnunar og svar hennar, dags. 20.05. s. á.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða að heimila vegslóðann en leggur áherslu á að framkvæmdin sé unnin í samvinnu við landeigendur.

 

4.      mál: Hafnarbyggð 1 – Umsókn Bíla og véla ehf. um heimild til að koma fyrir snyrtistofu í rými þar sem áður var útibú ÁTVR – nákvæmlega sama rými. Sbr. umsókn, dags. 15. september 2011, koma nýjar inngöngudyr í húsið og snyrtistofan hönnuð eins og uppdráttur sýnir og er dags. 15. september 2011.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða breytingarnar / framkvæmdina.

 

 

            Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:45.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir