Fundargerð bygginganefndar 11. nóvember 2011

15.11 2011 - Þriðjudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
11. nóvember 2011 – 11.11.11, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Baldur Kjartansson, Baldur H. Friðriksson, Jóhann L. Einarsson, Hilmar Jósefsson, Ingólfur B. Arason og Þráinn Hjálmarsson.

Einnig mættur til fundar: Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

Formaður óskaði heimildar í upphafi fundar að taka fyrir gögn v/draga að deiliskipulagi sorphauga og kirkjugarðs. Jafnframt bréf Vopnafj.hrepps v/staðfestingar á breytingu aðalskipulags og matslýsingu v/tillögu að deiliskipulagi urðunarstaðar. Samþykkt að taka fyrir sem 5. lið dagskrár.

1.    mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 19. september sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

2.    mál: Jónsver ses – Sótt er um heimild til að staðsetja smáhýsi við norðanvert húsnæði Jónsvers að Hamrahlíð 15. Um er að ræða geymslu- og lagerskúr. Meðfylgjandi bréf frkv.stj., dags. 07. nóvember sl., uppdráttur hér að lútandi ásamt bæklingi frá framleiðanda.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða enda samþykkir aðrir aðilar Hamrahlíðar 15 staðsetninguna. Rétt að huga að öryggismálum m. t. t. brekkunnar ofan húss – þ. e. aðgengi að þaki þess.

3.    mál: Toppfiskur ehf., gámur – Toppfiskur óskar heimildar að staðsetja 40 feta gám á plani Fiskmarkaðar skv. erindi dags. 02. nóvember 2011, meðfylgjandi skissuteikningu og ljómsynd.

Skipulags- og bygginganefnd hafnar staðsetningu gáms í porti eins og óskað er en heimilar að honum verði fundinn staður fyrir neðan hús ef hægt er að koma því við. Stöðuleyfi yrði þátt veitt til eins árs. Einnig verði stöðuleyfið endurskoðað verði kvartað yfir hávaða.

4.    mál: Hestamannafélagið Glófaxi – Hestamannafélagið æskir heimildar til reiðvegargerðar frá Selárbrú í landi Refsstaðar að Kvíslárbrú og frá Þverármel inn að Smjörvatnsheiðarafleggjara, skv. bréfi dag. 25. september 2011, og bréfi Vegagerðar, dags. 15. júní 2011.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

5.    mál: sbr. inngang að ofan. -  Vísað er til kynningar og umræðu á hreppsnefndarfundi þann 03. nóvember sl.

Fram fór umræða um málið og kom fram ábending um að þörf kann að skapast að vinna þurfi deiliskipulag fyrir skilgreint nýtt íbúðasvæði.

Síðan bókað:

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir fyrir sitt leyti matslýsinguna vegna tillögu að deiliskipulagi og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og samþykktar. Jafnframt að hún verði auglýst með fyrirvara um samþykkt Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

6.    mál. Bréf Skipulagsstofnunar og Vopnafjarðarhrepps vegna vegslóða við Selá. Bréfasamskipti stofnunarinnar og sveitarfélagsins – lagt fram til kynningar.

Fram fór umræða um málið þar sem nefndarmenn lýstu sjónarmiðum sínum.

Ingólfur æskir bókunar: Það sé á hreinu að skipulags- og bygginganefnd hefur unnið vinnu sína rétt og ber enga ábyrgð á stöðu mála.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13.45.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir