Fundargerð bygginganefndar 21. desember 2011

23.12 2011 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

21. desember 2011, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson, Baldur H. Friðriksson og Sigurður Björnsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Formaður óskaði heimildar í upphafi fundar að taka fyrir erindi HAUST, sem óskar umsagnar varðandi atvinnustarfsemi – snyrtistofa – í Hamrahlíð 18 n. h. sem 4. mál  á dagskrá. Beiðni hafnað uns teikningar hafa borist og frestað til þess tíma.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 11. nóvember sl. lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: Sveinssynir vegna fjallaskála í landi Mælifells – Sótt er um heimild til viðbyggingar við fjallaskála í landi Mælifells, sbr. meðfylgjandi bréf, dags. 13. desember 2011, og grunnmynd. Ennfremur bréf umsækjenda til fjallskilastjóra, dags. 03.12.2011.

 

Fram fór mikil umræða um málið þar sem athugasemdir voru gerðar við framkvæmdaferlið í heild sinni. Óskað er eftir að samskiptaferlið verði upplýst, öll bréf verði framlögð.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið með 3 atkvæðum, 2 á móti og 2 sátu hjá.

 

3.      mál: Vegslóðar við Selá – Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 01. desember 2011, vegna vegslóðaframkvæmda við Selá, svarbréf við bréfi Vopnafjarðarhrepps, dags. 08. nóvember sl. Einnig tölvubréf Halldórs Jóhannssonar, Teikn á Akureyri, til sveitarstjóra, dags. 15. desember 2011, og bréf Þorsteins Steinssonar, dags. 16.12.2011, til nefndarinnar.

 

Skipulags- og bygginganefnd tók málið til umfjöllunar. Gerðar voru athugasemdir við skýrslu unna af Teikn á lofti og samþykkt að taka málið fyrir aftur þegar leiðréttingar liggja fyrir.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:25.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir