Fundargerð bygginganefndar 10. janúar 2012

11.01 2012 - Miðvikudagur

 

 

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

10. janúar 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Baldur Kjartansson, Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar leitaði formaður heimildar að taka fyrir sem 4. mál á dagskrá bréf Guðmundar Wiium, dags. 07.01.12, varðandi breytta skráningu á Hvammsgerði. Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 21. desember sl. lögð fram.

 

Samþykkt samhljóða

 

2.      mál: Vegslóðar við Selá – Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna vegslóða að og upp með Selá. Nefndin veiti umsögn um framkvæmdina.

 

Fram fór umræða um málið en síðan var bókað:

 

Skipulags- og bygginganefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkir að gerðar verði breytingar á gildandi aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna vegs frá Ytri-Hlíð að Aðalbólsvaði, meðfram Selá, frá fossi að Ytri-Hrútá, í samræmi við bréf Skipulagsstofnunar, dags 01.12.2011. Jafnframt verði uppdrátturinn uppfærður með áorðnum breytingum.

 

Nefndin felur sveitarstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun ákvörðun nefndarinnar og láta vinna breytinguna samhliða tilkynningu framkvæmdaraðila til mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sem er í vinnslu.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá

 

3.      mál: Norðausturvegur – breytt lega og ný tenging við þéttbýlið í Vopnafirði. Vegagerðin æskir heimildar til framkvæmda. Hjálagt bréf Vegagerðar, dags. 21. desmeber 2011, til Vopnafjarðarhrepps, bréf sveitarstjóra, dags. 07.11.11 og Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.11. Auk heldur bréf sveitarstjóra, dags. 09.01.2012, til skipulags- og bygginganefndar.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur fjallað um málið og samþykkir samhljóða að framkvæmdaleyfi verði veitt.

 

4.      mál: Hvammsgerði – Bréf Guðmundar Wiium, f. h. Veiðifélags Selár, dags. 07.01.2011, lagt fram. Óskað er eftir að skráningu hússins verði breytt þannig í stað veiðihúss komi íbúðarhúsið í Hvammsgerði.

 

Nefndin tók málið fyrir og samþykkti að fresta afgreiðslu þess uns málið hefur verið betur kynnt.

 

 

            Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:55
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir