Fundur bygginganefndar 30. janúar 2012

31.01 2012 - Þriðjudagur

Fundur bygginga- og skipulagsnefndar Vopnafjarðarhrepps

30. janúar 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson, Ari G: Hallgrímsson og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur til fundar: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 10. janúar sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: Tillaga að breytingu aðal- og deiliskipulags – Tillaga að breytingum á aðal- og deiliskipulagi iðnaðar- og urðunarsvæði við Búðaröxl. Meðfylgjandi gögn hér að lútandi ásamt bréfi sveitarstjóra, dags. 27. janúar 2012, til skipulags- og bygginganefndar þar sem óskað er eftir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Framlögð eftirfarandi gögn: Bréf sveitarstjóra, dags. 27.01.2012, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 19.12.2011, til Vopnafjarðarhrepps, deiliskipulagstillaga/-skýrsla Teikn á lofti, dags. 26.01.2012, bréf Umhverfisstofnunar, dags. 18.08.2011, til umhverfisráðuneytis og er hluti skýrslu Teikn, matslýsing vegna tillögu að deiliskipulagi, dags. 23.01.2012, unnin af Teikn á lofti, umhverfisskýrsla – tillaga, dags. 05.01.2012 og unnin af Teikn á lofti.

 

Fram fór umræða um málið, síðan var eftirfarandi bókun gerð – innfærð að fundi loknum, að fullu og öllu skv. samhljóða samþykkt nefndarinnar. Þessu til staðfestu undirrita nefndarmenn fyrirliggjandi tillögu að bókun og var samhljóða samþykkt:

 

Skipulags- og bygginganefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að matslýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarparhrepps 2006-2026: athafna- og urðunarsvæði á Búðaröxl, Vopnafirði. Nefndin samþykkir einnig uppfærða matslýsingu á tillögu að deiliskipulagi athafna- og urðunarsvæðis á Búðaröxl, Vopnafirði sem áður hefur verið samþykkt.

 

Sveitarstjóra er gert að senda matslýsingarnar samhliða til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og skulu þær kynntar almenningi eftir umsögn Skipulagsstofnunar.

 

Nefndin samþykkir einnig tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 og tillögu að deiliskipulagi athafna- og urðunarsvæðis á Búðaröxl, Vopnafirði ásamt meðfylgjandi umhverfisskýrslum.

 

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu og umhverfisskýrsla snúa að stækkun á urðunarsvæði og urðunarheimild auk stækkunar á athafnasvæði. Áætluð urðun verði þá yfir 500 tonnum á ári og er framkvæmdin matsskyld skv. 1. viðauka laga um mat á umhverfiáhrifum nr. 106/2000 12. lið.

 

Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla snúa að athafnasvæði með 46 byggingalóðum, 9,4 ha urðunarsvæði og tengivegi í gegnum svæðið frá Norðausturvegi að Búðaröxl.

 

Sveitarstjóra er gert að senda tillögu að aðalskipulagsbreytingu til Skipulagsstofnunar til athugunar eftir að matslýsing hefur verið kynnt og með fyrirvara um athugasemdir.

 

Ef Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við ofangreinda tillögu skulu aðalskipulags- og deiliskipulagstillögurnar auglýstar samhliða og sendar umsagnaraðilum skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:45.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir