Fundargerð bygginganefndar 01. mars 2012

01.03 2012 - Fimmtudagur

Fundur bygginga- og skipulagsnefndar Vopnafjarðarhrepps

01. mars 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson og Ingólfur B. Arason

 

Einnig mættur til fundar: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 30. janúar sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: HB Grandi hf., stækkun og breyting á aðstöðu – ASK arkitektar, f. h. HB Granda hf., óskar heimildar til stækkunar og breytinga á starfsmannaaðstöðu í uppsjávarvinnslu, skv. bréfi dags. 14.02.2012. Meðfylgjandi er umsókn um byggingarleyfi og gátlisti, uppdrættir hér að lútandi, dags. 14.02.2012. Ennfremur umsagnir Vinnueftirlitsins, HAUST og Brunavarna á Austurlandi.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða heimild til stækkunar að fengnu samþykki nágranna og að brunahönnun uppfylli staðla, að viðhöfðu samráði við hlutaðeigandi aðila.

 

3.      mál: Grænilækur, hæsnakofi – Umsókn um heimild til að byggja 10 m2 hæsnakofa í landi Grænalæks, 68 metra frá íbúðarhúsinu. Meðfylgjandi eru skissaðar útlistmyndir og loftmynd.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

4.      mál: Heilsueflandi grunnskóli, bættar merkingar – Bréf sveitarstjóra, dags. 20.02.2012, varðandi erindi stýrihóps verkefnisins heilsudeflandi grunnskóli og tekið var fyrir á fundi hreppsnefndar 16. febrúar sl. Samþykkt var að vinna tillögu að bættum merkingum á gönguleiðum og miða framvkæmdir við vormánuði. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12:45.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir