Fundargerð bygginganefndar 19. mars 2012

19.03 2012 - Mánudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

19. mars 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Ingólfur B. Arason, Baldur Kjartansson, Ingólfur B. Arason og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar til að taka fyrir erindi Rarik, dags. 18.03.2012, sem 5. lið á dagskrá og varðar lóð undir nýja spennistöð, sem tekur við hlutverki gömlu rafstöðvarinnar við Hafnarbyggð. Um er að ræða smáhýsi, 2.3 x 3.2 metrar (7.36 m2) en lóðin þarf að vera 5 x 6 metrar eða 30 m2. Samþykkt að taka fyrir sem 5. lið dagskrár.

 

    1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 01. mars sl. lögð fram.

 

Fundarðgerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: Vopnafjarðarhreppur vegna aðstöðuhúss vatnsveitu – Vopnafjarðarhreppur óskar heimildar til að byggja aðstöðuhús fyrir vatnsveitu sveitarfélagsins, sbr. uppdrátt hér að lútandi, dags. 15.03.2012, og bréf sveitarstjóra, dags. 15.03.2012.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið.

 

3.      mál: Vopnafjarðarhreppur, niðurrif Lónabrautar 17 – Vopnafjarðarhreppur óskar heimildar til að rífa húseignina Lónabraut 17, Ásbrún, samkvæmt meðfylgjandi bréfi, dags. 16.03.2012.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða niðurrifið og að farið verði að lögum samkvæmt varðandi förgun.

 

4.      mál: Hvammsgerði, breyting á skráningu lóðar – Óskað er breytingar á skráningu lóðar, sbr. bréf Guðmundar Wiium, f. h. Veiðifélags Selár, dags. 07.01.2012, og var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 10. janúar sl. Meðfylgjandi er samþykkt kauptilboð, dags. 15.03.2012.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna með þeim fyrirvara að húsið verði nýtt sem íbúðarhús og ekki undir atvinnustarfsemi.

 

5.      mál: Rarik, ný spennistöð. – Rarik óskar eftir lóð undir nýja spennistöð og leggur fram 4 hugmyndir að staðsetningu. Að teknu tilliti til lagnaleiða og vegalengda lágspennustrengja er tillaga 1., á horni Lónabrautar og Hamrahlíðar, langbesti kosturinn. Meðfylgjandi er uppdráttur húss ásamt 2 loftmyndum en húsið er 2,3 x 3,2 metrar, lóðin 30 m2 með aðgengi að vegi fyrir flutningatæki, svo sem vörubifreið með krana.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða spennistöð á reit no. 2 með þeim fyrirvara að ekkert standi í veginum fyrir þeirri staðsetningu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45

 

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir