Fundargerð bygginganefndar 20. apríl 2012

20.04 2012 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

20. apríl 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Jóhann L. Einarsson, Hilmar Jósefsson, Þraínn Hjálmarsson, Ingólfur B. Arason, Sigurður Björnsson og Ari G. Hallgrímsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 19. mars sl. lögð fram.

 

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: HB Grandi hf., hrognaþurrkunarhús – HB Grandi hf. sækir um heimild til að byggja 2 nýja blástursfrysta inní húsinu ásamt forrými utanvið núverandi innkeyrsludyr mót suðri. Meðfylgjandi eru auk umsóknar, gátlista og uppdrátta/skráningartöflu, minnisblað brunahönnuðar, umsögn slökkviliðsstjóra og lýsing framleiðanda á PUR (Polyurethan) einingum.

 

Skipulags- og bygginganefnd gerir engar athugasemdir við framkvæmdina og samþykkir samhljóða.

 

3.      mál: Ferðaþjónustan Síreksstöðum – Fyrirspurn eigenda hvort þörf verði á deiliskipulagsvinnu samfara frekari uppbyggingu ferðaþjónustunnar, dags. 02. apríl sl.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið erindið fyrir og frestar til næsta fundar.

 

4.      mál: Eigandi Vallholts 4, heimild til bílaviðgerða – Björn G. Hreinsson, eigandi Vallholts 4, óskar heimildar til að stunda bílaviðgerðir í bílskúr er við íbúðarhúsið stendur, skv. bréfi dags. 10. apríl 2012. Hefur málið verið kynnt fyrir öllum nágrönnum, sem gera engar athugasemdir við.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið fyrir erindið og samþykkir fyrir sitt leyti að heimila umsækjanda að stunda bílaviðgerðir í bílskúrnum til eins árs að gefnu leyfi brunayfirvalda og HAUST. Að ári verður málið tekið fyrir að nýju og það metið m. t. t. framvindu. Vekur nefndin athygli á að skráningu bílskúrsins verði breytt sem atvinnuhúsnæði.

 

Samhljóða samþykkt.

 

5.      Rarik – Lögð fram loftmynd af hluta þéttbýlis Vopnafjarðar sem sýnir hugmynd fyrirtækisins að nýjum strengjum frá aðveitustöð á Búðaröxl að byggingum HB Granda hf. og mun þjóna útgerðarfyrirtækinu. Lagt fram til umræðu.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur borið saman 2 tillögur Rarik og hugnast betur tillögu 2 en væntir þess að fyrirtækið muni senda inn formlegt erindi hér að lútandi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:50.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir