Fundargerð bygginganefndar 09. maí 2012

10.05 2012 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

09. maí 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Þráinn Hjálmarsson, Baldur H. Friðriksson, Baldur Kjartansson og Ingólfur B. Arason.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar til að taka fyrir 2 erindi sem ekki eru á auglýstri dagskrá. Annars vegar ósk húseigenda Fagrahjalla 19 um að koma fyrir dyrum í glugga mót suðri og hins vegar erindi Golfklúbbs Vopnafjarðar varðandi stöðuleyfi fyrir golfskála, veglagningu og bílastæði. Erindin yrðu þá 7. og 8. mál á dagskrá.

Samþykkt að taka mál Fagrahjalla 19 sem 7. lið á dagskrá en fresta máli golfvallar til næsta fundar – gögn voru framlögð – ásamt málefnum Síreksstaða.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 20. apríl sl. lögð fram.

Síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: Hvammsgerði, breyting á skráningu lóðar – Verðandi eigendur Hvammsgerðis óska eftir að skráningu hússins verði breytt úr gistihúsi í íbúðarhús, skv. framlögðum uppdrætti Teiknistofunnar og erindi, ódagsett.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur tekið erindið fyrir og samþykkir nefndin það samhljóða.

 

3.      mál: Eldisfóður ehf. – Eldisfóður sækir um heimild til að byggja nýtt starfsmannarými ofan á núverandi aðstöðu og lagfæra hana. Meðfylgjandi er erindi og uppdrættir arkitekts hér að lútandi.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindi Eldisfóðurs samhljóða.

 

4.      mál: Ásbrandsstaðir – Eigendur Ásbr.st. æskja stöðuleyfis fyrir 18 m2 gámahús, sbr. afstöðumynd, ljósmyndir og erindi hér að lútandi.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið, þ. e. stöðuleyfi húss og vegslóða enda uppfylli húsið skilyrði byggingareglugerðar.

 

5.      mál: Kolbeinsgata 8, Hárgreiðslustofan Solo – Óskað er heimildar til að breyta húsinu og koma þar fyrir hárgreiðslustofu og lítilli íbúð. Framlagðar teikningar og erindi, dags. 04.05.2012.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða þar sem skilyrði fyrir aðgengi hreyfihamlaðra er uppfyllt með snyrtingu, sbr. kröfu HAUST og gildandi byggingareglugerð.

 

6.      mál: Veiðifélag Selár – Umsókn um heimild til að endurgera vegslóða við Selá, sbr. erindi dags. 30. apríl sl. og loftmynd.

 

Skipulags- og bygginganefnd hefur fjallað um málið en kallar eftir frekari gögnum, sem skýra erindið nánar svo gerlegt verði að taka afstöðu til þess. Svo sem: Efnistaka, vegalengd – upphaf og endir – ljósmyndir af núverandi vegslóða og kort.

 

7.      mál: Fagrihjalli 19 – Eigendur Fagrahjalla 19 óska heimildar fyrir dyrum mót suðri, sem koma í glugga að hluta. Í framhaldinu hyggjast eigendur reisa sólpall og munu dyrnar þjóna honum. Sótt er um pallinn og skjólveggi jafnframt.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina við dyrnar en kallar eftir uppdráttum varðandi pall og skjólveggi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir