Fundargerð bygginganefndar 23. maí 2012

23.05 2012 - Miðvikudagur

 

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

23. maí 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Hilmar Jósefsson, Jóhann L. Einarsson, Þráinn Hjálmarsson, Baldur Kjartansson, Ingólfur B. Arason, Hrund Snorradóttir og Baldur H. Friðriksson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 09. maí sl. lögð fram.

Síðan samþykkt samhljóða.

 

2.      mál: Veiðifélag Selár – Umsókn um heimild til að endurgera vegslóða við Selá, vegstæðið að Breiðumýri. Meðfylgjandi er erindi dags. 30. apríl sl., loftmynd og ljósmyndir. Var áður lagt fyrir fund bygg.n. 09. maí sl.

Nánari grein gerð fyrir málinu, m. a. varðandi efnistöku.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið.

 

3.      mál: Golfklúbbur Vopnafjarðar – GV sækir um heimild til að koma fyrir skála á golfvelli, sbr. meðfylgjandi erindi og uppdrátt. Ennfremur lagningu vegar hér að lútandi og bílastæði.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið en kallar eftir uppdráttum af húsinu vegna fyrirhugaðra breytinga þegar þar að kemur. Vegagerðin verður síðan upplýst um breytingu á legu vegar.

 

4.      mál: Veiðifélag Selár og Vinir SelárdalsSótt er um heimild til að endurbyggja göngubrú yfir Selá, yfir Göngubrúarfljót, skammt ofan sundlaugar og neðan Fossgerðis, skv. erindi dags. 18. maí 2012 og ljósmynd Rafns Hafnfjörð af fyrri brú.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

5.      mál: Ingólfur B. Arason – Eigandi Sigtúns 2 óskar heimildar til að rífa viðbyggingu við húsið og síðar klæða það með standandi bárujárni. Meðfylgjandi er erindi hér að lútandi sem og ljósmyndir af húsinu. Ingólfur vék af fundi undir þessum lið.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir heimildina samhljóða.

 

6.      mál: Tillaga að matsáætlun vegna urðunarsvæðis á Búðaröxl  – Tillaga að matsáætlun, dags. 23. maí 2012, lögð fram til samþykktar – og hún síðan send Skipulagsstofnun.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða að tillaga að matsáætlun vegna urðunarsvæðis á Búðaröxl, Vopnafirði verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

 

7.      mál: Breyting á Aðalskipulagi – Breyting á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, athafna- og urðunarsvæði ásamt umhverfisskýrslu - og tillaga að deiliskipulagi athafna- og urðunarsvæðis ásamt umhverfisskýrslu, dags. 23. maí 2012. Lagt fram til samþykktar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða að eftirfarandi tillögur fari samhliða í auglýsingaferli:

 

·        Breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarparhrepps 2006-2026: athafna- og urðunarsvæði á Búðaröxl, Vopnafirði ásamt umhverfisskýrslu sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

·        Tillögu að deiliskipulagi athafna- og urðunarsvæðis á Búðaröxl, Vopnafirði ásamt umhverfisskýrslu sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Tillögurnar auk tillögu að matsáætlun vegna urðunarsvæðis á Búðaröxl, hafa legið frammi til kynningar og verið kynntar af skipulagsfulltrúa á opnu húsi á Vopnafirði þann 3. maí 2012.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:50

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir