Fundargerð bygginganefndar 13. júní 2012

15.06 2012 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

13. júní 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Þráinn Hjálmarsson, Sigurður Björnsson, Hilmar Jósefsson, Ingólfur B. Arason, Baldur H. Friðriksson og Jóhann L. Einarsson

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 23. maí sl. lögð fram.

 

Ath.semd. Bæta við nafni Guðmundar Wiium er sat fundinn. Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: N1 vegna bátaafgreiðslu – N1 óskar eftir að fá að setja dælu við nýja flotbryggju og koma fyrir tank, sbr. meðfylgjandi uppdrátt, dags. 06.06.12, og erindi dags. 06.06.12.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir fyrir sitt leyti umrædda olíudælu og tank skv. meðf. teikningum að gefnu samþykki hafnarnefndar, HAUST, Siglingastofnunar og að frágangur og mengunarvarnir uppfylli staðla þar um skv. 9. gr. Hafnarreglugerðar fyrir Vopnafjarðarhöfn nr. 981/2005.

 

3.      mál: Strandblakvöllur á skólalóð – Umsókn um heimild til að staðsetja strandblakvöll á skólalóð Vopnafjarðarskóla, skv. bréfi Aðalbjörns Björnssonar og Bjarneyjar Guðrúnar Jónsdóttur, dags. 23. maí 2012.

 

Fram fór mikil umræða um málið. Hafa nefndarmenn áhyggjur af ágegni sands og telja tvennt í stöðunni: Að setja upp vörn í e-ri mynd eða staðsetja völlinn annars staðar. Eins er talin þörf á grenndarkynningu en framkvæmdinni sem slíkri er fagnað.

 

4.      mál: Þorbrandsstaðir, stækkun fjárhúsa – Ábúandinn á Þorbrandsstöðum sækir um heimild til að stækka fjárhúsin. Meðfylgjandi erindi, dags. 07. júní 2012, uppmæling frá des. 2002, skissteikning af stækkuðu fjárhúsi og ljósmyndir af því.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða erindið enda sé farið eftir byggingareglugerð og önnur skilyrði um hollustuhætti eru uppfyllt.

 

5.      mál: Áhugahópur um litaboltavöll – Áhugahópur um litaboltavöll sækir um heimild til að staðsetja einn slíkan í landi Torfastaða, sbr. erindi hér að lútandi og ljósmyndir af vettvangi.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið, einn sat hjá. Nefndin vill benda á framkv.aðila á að leita upplýsinga til Vegagerðar þar eð um opna námu er að ræða. Ennfremur að þess verði gætt að umgengni verði til fyrirmyndar.

 

6.      mál: Vinnuskúr í landi Haga – Baldur Hallgrímsson, f. h. eigenda, sækir um stöðuleyfisheimild fyrir vinnuskúr í landi Haga, sbr. erindi dags. 21. maí 2012, skissteikningar af skúrnum og loftmynd.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir