Fundargerð bygginganefndar 11. júlí 2012

12.07 2012 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

11. júlí 2012, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Þráinn Hjálmarsson, Baldur H. Friðriksson, Baldur Kjartansson, Ingólfur B. Arason og Jóhann L. Einarsson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 13. júní sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: HB Grandi hf – Umsóknir félagsins:

 

1)      1000 m2 geymslusvæði norðan Vegagerðarhúss, sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Svæðið verður afgirt og frágangur vandaður.

 

Skipulags- og bygginganefnd hafnar umsókninni, þ. e. geymslulóð á þessum stað þar eð lóðin er áberand í umhverfi sínu. Vísað er til lóðar suðvestan steyputsöðvar og er merkt sem lóð no. 3 við götu B. Samþykkt samhljóða.

 

2)      Stöðuleyfi fyrir 3 x 40 feta veiðifæragáma við horn stóru frystigeymslunnar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið, ótímabundið, samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til hafnarnefndar að öðru leyti.

 

3)      Heimild til að girða af port milli stóru frystigeymslunnar og mjöltankanna – og á milli verksmiðju og lýsisports, sbr. meðfylgjandi myndir.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir með 6 atkvæðum bæði portin, einn sat hjá.

 

4)      Heimild fyrir 4 Hringrásargáma undir málma og urðunarsorp innan hins nýja ports á milli frystigeymslu og tanka.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

5)      Heimild til að rífa hús Rarik við Hafnarbyggð – með fyrirvara um að samningar náist á milli aðila. Meðfylgjand er heimild HAUST og uppdráttur af mögulegu skipulagi svæðisins.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir að veita HB Granda heimild til að rífa hús Rarik enda nást samningar á milli aðila. Förgun verði skv. reglugerð. Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.

 

3.      mál: Árni Helgason verktaki – Umsókn um heimild til að staðsetja vinnubúðir á lóð Rarik. Afgreitt í hreppsnefnd 05. júlí sl. – að viðhöfðu samráði við form. sk.- og bygg.n. og starfsmann bygg.flltr.: Stöðuleyfi vegna vinnubúða frá Árna Helgasyni ehf. Lagt fram erindi fyrirtækisins þar sem óskað er eftir stöðuleyfi vegna vinnubúða á plani Rarikhússins við Búðaröxl. Fyrir liggur samþykki lóðareiganda og eiganda næstu lóðar.

Hreppsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 7 atkvæðum.

Erindinu vísað til skipulagsnefndar.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

4.      mál: Síreksstaðir, aðstöðuhús – Eigendur Síreksstaða hyggjast reisa lítið aðstöðuhús. Spurt er hvort komið er að deiliskipulagsskyldu. Erindið til skoðunar hjá aðalskipulagshönnuði og gögn hér að lútandi verða lögð fyrir fundinn.

 

Viðbyggingar samþykktra húsa og hús undir 10 m2 kalla ekki á leyfisskyldu lögum samkvæmt. Svarið er því að ekki er komið að deilisk.skyldu enn.

 

5.      mál: Umhverfisstofnun – Bréf Umhverfisstofnunar til sveitarfélaga, dags. 31. maí 2012, er varðar efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum. Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt að bréf verði send eigendum náma í sveitarfélaginu og þeir upplýstir um reglur hér að lútandi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir